Vörumynd

Mi Robot Vacuum Mop

Xiaomi

Ný kynslóð snjallryksuga

Nýjasta kynslóð af mest seldu ryksuguvélmenni heimsins er loksins komin og hún er frábær! Enn meiri sogkraftur, uppfærðir skynjarar sem auka afkastagetuna og moppa ...

Ný kynslóð snjallryksuga

Nýjasta kynslóð af mest seldu ryksuguvélmenni heimsins er loksins komin og hún er frábær! Enn meiri sogkraftur, uppfærðir skynjarar sem auka afkastagetuna og moppa gerir þetta ryksuguvélmenni að einu hagkvæmasta ryksuguvélmenni sem völ er á í dag.

Mi Robot Vacuum Mop hefur nýjar tegundir af skynjurum sem hjálpa við að fóta sig á heimilinu. Ryksugan inniheldur 15 hágæða og nákvæma skynjara til að finna bestu og fljótlegustu leiðina til að þrífa heimilið þitt. Mi Robot Vacuum Mop er ekki nema 8,2cm á hæð sem gerir hana gríðarlega þunna og getur klifrað allt að 2cm háa þröskulda sem gerir henni kleift að fara á fleiri staði, sem þykkari ryksugur kæmust kannski ekki á.

Mi Robot Vacuum Mop er með 2.600mAh rafhlöðu og getur því auðveldlega þrifið 120fm á fullri hleðslu. Þegar rafhlaðan er komin undir 15% fer ryksugan sjálf í hleðslustöðina sína, hleður rafhlöðuna upp í 80% og heldur svo áfram þaðan sem hún var komin.

Talar við þinn aðstoðarmann

Mi Robot Vacuum Mop getur talað við bæði Amazon Alexa sem og Google Assistant og því auðveldlega hægt að skipa ryksugunni fyrir með röddinni einni! Þú getur sett upp bannsvæði og beðið um að ryksugan fari í gang á ákveðnum tíma yfir daginn.

Allt í appinu

Stór partur af því sem gerir ryksuguvélmennin frá Xiaomi jafn notendavænar og raun ber vitni er Xiaomi Home snjallforritið. Þar er hægt að stjórna og skipa ryksugunni fyrir, hvort sem þú vilt setja upp bannsvæði, biðja ryksuguna um að þrífa tiltekin herbergi aftur eða segja henni að fara alltaf í gang kl 18:00 alla virka daga. Þú þarft ekki einusinni að vera heima hjá þér eða nálægt ryksugunni, þú gætir þess vegna verið hinum megin á hnettinum. Möguleikarnir eru endalausir!

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Mi Iceland
    Til á lager
    49.990 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt