Vörumynd

Trophies

Trophies er einfalt og skemmtilegt partýspil sem tekur undir tíu sekúndur að kenna (samkvæmt útgefanda). Athugið að spilið er á ensku. Í spilinu keppist þið um að segja orð sem passar í málaflokkin...
Trophies er einfalt og skemmtilegt partýspil sem tekur undir tíu sekúndur að kenna (samkvæmt útgefanda). Athugið að spilið er á ensku. Í spilinu keppist þið um að segja orð sem passar í málaflokkinn efst á stokknum og stafnum framan á honum. Ef þú nærð því, þá færð þú bikar. Leikmaðurinn sem er með flesta bikara í lokin sigrar og fær málmbikarinn að launum! Manneskjan sem lendir í öðru sæti fær þátttökuverðlaun. Þetta er ekki flóknara. Það gæti komið á óvart hve einfalt en ánetjandi (og hávært) spilið getur verið. Frábært í létt spilakvöld þar sem þið viljið bara byrja strax á léttu spili. Í málmboxinu eru 70 bikaraspil, hvert með sinni teikningu og skemmtilegri lýsingu. Spilin innihalda 350 mismunandi málaflokka. Einnig fylgir með pínulítill málmbikar. https://youtu.be/yxb2N_NiiFs

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Spilavinir
    Til á lager
    5.260 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt