Vörumynd

HILO

HILO er kortaspil þar sem hver leikmaður er með 3x3 spil fyrir framan sig og er að reyna að ná eins lágri heildarsummu spila og hann getur, með því að skipta út háum spilum fyrir lægri spil. Til að auka á spennuna þá skiptir liturinn máli. Því ef þú nærð dálki, röð eða skálínu í einum lit, þá máttu henda spilunum sem það mynda. Svo það gæti verið þess virði að halda í þetta háa spil til að reyna …
HILO er kortaspil þar sem hver leikmaður er með 3x3 spil fyrir framan sig og er að reyna að ná eins lágri heildarsummu spila og hann getur, með því að skipta út háum spilum fyrir lægri spil. Til að auka á spennuna þá skiptir liturinn máli. Því ef þú nærð dálki, röð eða skálínu í einum lit, þá máttu henda spilunum sem það mynda. Svo það gæti verið þess virði að halda í þetta háa spil til að reyna að ná heilli litaröð. Þessi regla gerir það líka að verkum að það skiptir máli hvaða spili hent er, því næsti leikmaður má taka það upp! Spilið er spilað yfir nokkrar umferðir, þar til einn leikmaður hefur rofið 100 stiga múrinn. Leikmaðurinn sem er með fæst stig sigrar. https://youtu.be/357sJDYXK8A

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt