Surtsey er einstök eyja. Hálf öld er liðin frá
því að jarðsaga hennar hófst með eldgosi á
jafsbotni suðvestur af Vestmannaeyjum árið 1963.
Þar gafst einstakt tækifæri til jarðfræði og
líffræðirannsókna og varð það upphafið á 50 ára
samfelldri rannsóknarsögu sem er metin einstök á
heimsvísu. Ótrúleg þróun hefur átt sér stað frá
...
Surtsey er einstök eyja. Hálf öld er liðin frá
því að jarðsaga hennar hófst með eldgosi á
jafsbotni suðvestur af Vestmannaeyjum árið 1963.
Þar gafst einstakt tækifæri til jarðfræði og
líffræðirannsókna og varð það upphafið á 50 ára
samfelldri rannsóknarsögu sem er metin einstök á
heimsvísu. Ótrúleg þróun hefur átt sér stað frá
upphafi og almenningi gefst hér í fyrsta sinn
einstakt tækifæri til að skyggnast inn í dulinn
heim Surtseyjar og kynnast jarfræði, framvindu
gróðurs, fuglalífi og hvernig samfélag smádýra
mótast. Lesendur njóta leiðsagnar sérfræðinga í
sögu Surtseyjar sem segja hér hálfrar aldar
þróunarsögu í leikandi máli og stórkostlegum
myndum sem fæstar hafa áður komið fyrir augu
almennings. Surtsey var samþykkt á
heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.