Vörumynd

Guideline LPXe Switch-pakki 11' #6/7 11' #6 Vinstri handar

Guideline
Öflugur fluguveiðipakki frá Guideline sem inniheldur LPXe switch-stöng, Reach fluguveiðihjól, undirlínu og Bullet Evolve 2.0 flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Guideline hefur í yfir 15 ár framleitt LPXe sem hafa í gegnum tíðina verið þeirra vinsælustu stangir. Ný kynslóð þessara stanga kom á markað nýverið. Hinar nýju ...
Öflugur fluguveiðipakki frá Guideline sem inniheldur LPXe switch-stöng, Reach fluguveiðihjól, undirlínu og Bullet Evolve 2.0 flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Guideline hefur í yfir 15 ár framleitt LPXe sem hafa í gegnum tíðina verið þeirra vinsælustu stangir. Ný kynslóð þessara stanga kom á markað nýverið. Hinar nýju stangir eru tiltölulega léttar með hraðri (e. fast action) en djúpri hleðslu. LPXe er án efa ein af betri stöngum á markaðnum sé tekið tillits til verðs og gæða. Stangirnar henta vel á stuttu sem löngu færi, þær er ákaflega nákvæmar og þeim auðvelt að kasta. LPXe hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og var m.a. valin besta stöngin í sínum flokki hjá Trout and Salmon ekki alls fyrir löngu. 11′ #6/7 switch-stöngin er kjörin í nettari ár en nýtist einnig í vatnaveiðina. Hún hentar ákaflega vel í laxveiði á vesturlandi þar sem ekki er þörf á ýkja löngum köstum. Afar einfalt er að hlaða stöngina og því nýtist hún vel þó að vindur blási hraustlega. Stöngin er einnig hentug í stærri urriða, s.s. á Þingvöllum eða í sjóbirtinginn á suðurlandi. Stönginni fylgir Reach fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er úr steyptu áli, en það er unnið þannig að áferð þess er silkimjúk. Hjólið býr að góðri diskabremsu þar sem kolefnisskífum og ryðfríum diskum er staflað á móti hvor öðrum. Bremsubúnaðurinn er lipur og nákvæmur, auk þess sem kerfið er algjörlega lokað. Hjólið kemur uppsett með undirlínu og Bullet Evolve 2.0 flotlínu sem er framþung með 9,25 metra löngum haus. Þrátt fyrir að vera tiltölulega stutt þá fellur línan mjúklega á vatni, þ.e. splassar ekki, og hentar því í hverskonar aðstæðum. Einstaklega auðvelt er að hlaða stöngina með þessari línu og unnt að ná löngum köstum án mikillar fyrirhafnar. Línan nýtur sín hvað best þegar henni er aðeins falskastað einu sinni, kjörin fyrir þá sem vilja að flugan sé meira í vatninu en loftinu. Línan er litaskipt sem auðveldar veiðimanni lengdarstjórnun og hleðslu stangarinnar. Virkilega flottur switch-pakki sem hentar í íslenskar aðstæður.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt