Vörumynd

Guideline LPXe Switch-pakki 11' #8/9 11' #8 Vinstri handar

Guideline
Úthugsaður fluguveiðipakki frá Guideline sem inniheldur LPXe switch-stöng, Halo fluguveiðihjól, undirlínu, TSL 2.0 rennilínu og 4D Compact-línukerfi eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Guideline hefur í yfir 15 ár framleitt LPXe sem hafa í gegnum tíðina verið þeirra vinsælustu stangir. Ný kynslóð þessara stanga kom á markað nýver...
Úthugsaður fluguveiðipakki frá Guideline sem inniheldur LPXe switch-stöng, Halo fluguveiðihjól, undirlínu, TSL 2.0 rennilínu og 4D Compact-línukerfi eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Guideline hefur í yfir 15 ár framleitt LPXe sem hafa í gegnum tíðina verið þeirra vinsælustu stangir. Ný kynslóð þessara stanga kom á markað nýverið. Hinar nýju stangir eru tiltölulega léttar með hraðri (e. fast action) en djúpri hleðslu. LPXe er án efa ein af betri stöngum á markaðnum sé tekið tillits til verðs og gæða. Stangirnar henta vel á stuttu sem löngu færi, þær er ákaflega nákvæmar og þeim auðvelt að kasta. LPXe hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og var m.a. valin besta stöngin í sínum flokki hjá Trout and Salmon ekki alls fyrir löngu. 11′ #8/9 switch-stöngin er afar öflug og þægileg í notkun. Hún er þó nokkuð hröð og nýtist vel þegar vindur blæs á móti. Stöngin ræður við allar flugustærðir og ber þyngri sökklínur sérlega vel. Switch-stöngin hentar einkum í laxveiði sökum þess hve kröftug hún er, en nýtist einnig í sjóbirtingsveiði. Stönginni fylgir Halo fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er úr renndu áli. Hjólið er tiltölulega eðlislétt og er algjörlega lokað svo ekki er hætta á að línan festist á milli hjólsins og spólunnar. Halo er með vatnsþéttu og öflugu diskabremsukerfi sem er svo gott sem viðhaldsfrítt. Hjólið er breiðkjarna (e. full frame) sem gerir veiðimönnum kleift að ná slaka inn hratt, auk þess sem hönnunin dregur úr líkum á línuminni. Hjólið er uppsett með undirlínu, TSL 2.0 , sem er grönn rennilína, og 4D Compact -línukerfi þar fyrir aftan. Línukerfið samanstendur af  grunnlínu (e. body), þ.e flotlínu sem er 5 metrar að lengd auk þriggja úrskiptanlegra enda (e. tip) sem eru 3 metrar. Endarnir eru flot, sökkhraði S1/S3 og sökkhraði S3/S5, hver og einn þeirra er merktur sérstaklega og koma í þar til gerðu veski. Bæði grunnlína og endar koma með tilbúnum lykkjum svo auðvelt er að skipta t.d. úr flotenda yfir í sökkenda. Allir endar eru litakóðaðir og tengjast grunnlínunni á einfaldan hátt „litur í lit“. Með 4D Compact Multi Tip má nota eina línu á stöngina og skipta endunum út eftir því hvort veiða á djúpt eða í yfirborði. Línukerfið er ákaflega einfalt í notkun og gerir fluguköst, með stórum og smáum flugum, mun árangursríkari. Ólíkt mörgum öðrum sambærilegum kerfum fellur línan ekki með miklum látum á vatnsflötinn. Því nýtist hún ekki aðeins í miklum vindi heldur einnig í viðkvæmari aðstæðum, s.s. logni og sól. Sannarlega öflugur switch-pakki sem hentar í íslenskar aðstæður.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt