Vörumynd

Guideline ULS Hybrid Einhendupakki 10' #6 10' #6 Vinstri handar

Guideline
Athyglisverður fluguveiðipakki frá Guideline, en í honum er einhenda sem nota má sem switch- stöng . Pakkinn inniheldur ULS Hybrid flugustöng , Favo fluguveiðihjól , undirlínu , ULS runninglínu og ULS línukerfið. ULS Hybrid eru nýjustu stangirnar frá Guideline. Þessar stangir eru einhendur sem virka í raun eins og litlar switch- stangir . Þær eru virkilega léttar, það er einstaklega skemmtilegt...
Athyglisverður fluguveiðipakki frá Guideline, en í honum er einhenda sem nota má sem switch- stöng . Pakkinn inniheldur ULS Hybrid flugustöng , Favo fluguveiðihjól , undirlínu , ULS runninglínu og ULS línukerfið. ULS Hybrid eru nýjustu stangirnar frá Guideline. Þessar stangir eru einhendur sem virka í raun eins og litlar switch- stangir . Þær eru virkilega léttar, það er einstaklega skemmtilegt að kasta þeim og allt án nokkurrar áreynslu. Unnt er að kasta stöngunum sem hefðbundinni einhendu eða nota kasttækni tvíhendu. ULS Hybrid stangirnar nýtast í alla veiði , hvort sem er í vatnaveiði eða í straumvatn, þegar kastað er fyrir silung eða lax . Stangirnar eru með djúpa en öfluga hleðslu og fyrirgefa þær kastmistök ótrúlega vel. ULS ráða við allar gerðir flugna, hvort heldur smáar silungaflugur eða stórar laxatúpur. Í pakkanum er Favo 7/9 fluguveiðihjól  sem er stílhreint hjól frá Guideline. Bremsubúnaðurinn er virkilega lipur og nákvæmur þrátt fyrir hagstætt verð. Á því er undirlína , ULS rennilína og línukerfi. ULS-línukerfið  byggir á grunnlínu (e. body) ásamt þremur útskiptanlegum skothausum, þ.e. flot, sökkhraða S2/3 og sökkhraða S4/5. Allir línuhlutir eru merktir sérstaklega, með lykkjum beggja vegna og koma í taumaveski. Þetta er í raun grunnurinn af skothausakerfinu en til að kerfið sé nothæft þarf undirlínu innst á hjólið og þar fyrir framan runninglínu (s.s. ULS runninglínuna) sem grunnlínan tengist við. Heildarlengd kerfisins, þ.e. grunnlínu og skothauss er 6,8 – 7,0 metrar. ULS-línukerfinu   er ætlað að kasta öllum stærðum og gerðum flugna, hvort heldur þungum eða léttum. Línukerfið er einstaklega þægilegt í miklum vindi og þar sem aðgengi að veiðistað er takmarkað að einhverju leiti. Mjög auðvelt er að ná fram löngum köstum með línukerfinu og leikur einn að kasta þungum túpum og straumflugum. Flottur fluguveiðipakki frá Guideline.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt