Vörumynd

Loop Q Tvíhendupakki 15' #10 15' #10 Vinstri handar

Loop
Vandaður fluguveiðipakki sem inniheldur Loop Q tvíhendu, Loop Q fluguveiðihjól, undirlínu, SDS-rennilínu og Loop SDS Scandi-línkerfi eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Q er nýjustu tvíhendurnar frá Loop sem sameina gæði og gott verð. Markmiðið með hönnun þeirra var að gera góða stöng fyrir breiðan hóp veiðimanna á sem lægstu ver...
Vandaður fluguveiðipakki sem inniheldur Loop Q tvíhendu, Loop Q fluguveiðihjól, undirlínu, SDS-rennilínu og Loop SDS Scandi-línkerfi eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Q er nýjustu tvíhendurnar frá Loop sem sameina gæði og gott verð. Markmiðið með hönnun þeirra var að gera góða stöng fyrir breiðan hóp veiðimanna á sem lægstu verði. Stangirnar eru hannaðar fyrir ólíka kaststíla og ,,fyrirgefa“ mistök í kastsveiflunni nokkuð vel. Loop Q er afar notendavæn og hentar því byrjendum jafnt sem þaulreyndum veiðimönnum. Stangirnar koma með grárri mattri áferð, handfangið er úr fyrsta flokks korki og lykkjur úr títaníum. Þessi tvíhenda er mjög aflmikl, meðal hröð (Medium Fast +) og bera allar línugerðir og flugustærðir. Stöngin er virkilega vönduð og hentar öllum veðuraðstæðum. Stöngin er kjörin fyrir þá sem vilja eiga eina tvíhendu sem hentar allri almennri fluguveiði, bæði í stærri og smærri ám. Í pakkanum er Loop Q fluguhjólið er framleitt úr renndu- og steyptu áli, það er með mattri grárri áferð og skartar einkennismerki Loop, L-inu fyrir miðju. Á hinni hlið hjólsins má lesa út bókstafinn Q, enda ber hjólið nafnið Loop Q. Bremsubúnaðurinn er úthugsaður, ákaflega þýður og er auk þess algjörlega lokaður. Spólan er V-laga til þess að gera notkun hjólsins liprari en ekki síður til að draga úr línuminni Hjólið er uppsett með undirlínu, SDS- rennilínu og Loop SDS Scandi- línukerfi. Línukerfið samanstendur af þremur skothausum þ.e. flot, sökkhraða 3 og sökkhraða 5. Línan hentar ákaflega vel íslenskum aðstæðum enda samræmist lengd og þyngd hennar vel stærð innlendra veiðisvæða. Línan samanstendur af  grunnlínu (e. body), þ.e flotlínu sem er 6,5 metrar að lengd auk þriggja úrskiptanlegra enda (e. tip) sem eru 4,5 metrar að lengd. Samanlögð lengd skothaussins er því 11 metrar, sem er að heita má fullkomin lengd fyrir stærri íslensk ársvæði. Skothausakerfið er hannað með lítt teygjanlegan kjarna sem tryggir betri hleðslu stangarinnar og gerir orkuflutninginn nær fyrirhafnarlausann. Með kerfinu má kasta flugu á lengra færi með mikilli nákvæmni en lengd haussins gerir stuttu köstin ekki síður nákvæm. SDS Scandi er frábært alhliða skothausakerfi sem nýtist í allar aðstæður og þar með allar flugugerðir, þungar sem léttar. Lykkjur eru á öllum endum kerfisins sem eru afar sterkar, grannar og fyrirferðarlitlar. Sannarlega flottur tvíhendupakki á hagstæðu verði. Loop Q tvíhendupakkinn er virkilega flottur og fer hér saman gott verð og gæði.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt