Vörumynd

Echo Base Einhendupakki 9' #8 9' #8 Vinstri handar

Echo
Einhendupakki sem samanstendur af Echo Base flugustöng , Echo Ion fluguveiðihjóli, undirlínu og Loop Opti Drift flotlínu , eða annarri sambærilegri línu . Vinasamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Base  er sú Echo- stöng sem hefur notið hvað mestra vinsælda og skyldi engan undra. Við hönnun stangarinnar var leitast við að gera gæðavöru á sem hagstæðustu verði o...
Einhendupakki sem samanstendur af Echo Base flugustöng , Echo Ion fluguveiðihjóli, undirlínu og Loop Opti Drift flotlínu , eða annarri sambærilegri línu . Vinasamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Base  er sú Echo- stöng sem hefur notið hvað mestra vinsælda og skyldi engan undra. Við hönnun stangarinnar var leitast við að gera gæðavöru á sem hagstæðustu verði og er útkoman mjög athyglisverð. Echo Base  eru sennilega langbestu kaupin í dag þegar horft er til lágs verðs og gæða. Stangirnar hafa hlotið einsróma lof gagnrýnenda og skáka jafnvel út stöngum sem eru margfalt dýrari. Í úttekt Yellowstone Angler á 30 vinsælustu stöngunum árið 2016 var  Echo Base  valin í 13. sæti sem verður að teljast frábær árangur í ljósi þess hvað stangirnar kosta. Echo Base  eru miðlungshraðar stangir í fjórum hlutum sem fáanlegar er í línuþyngdum #4 - #8. Lykkjur eru úr krómi og haldfangið úr slitsterkum korki. Stöngunum fylgir stangarpoki og stangarhólkur. Stöngin hentar bæði byrjendum sem lengra komnum. Echo Ion  eru vel hönnuð fluguveiðihjól . Þau eru large arbor , þ.e. með breiðan kjarna, sem dregur úr minni línunnar og auðveldar veiðimönnum að ná inn slaka eftir að fiskur tekur. Ion eru með viðhaldsfrírri diskabremsu. Pakkanum fylgir undirlína og Loop Opti Drift flotlína , eða önnur sambærileg lína . Línan er hönnuð til að hámarka skilvirkni flugukastsins of framsetningu flugunnar. Hún er afbragðsgóð í hverskonar aðstæðum, í logni sem vindi, en nýtur sín ekki síður vel þar sem pláss fyrir bakkastið er takmarkað. Línan er með fremur langri bak-taperingu sem auðveldar veiðimönnum að menda línuna í straumvatni auk þess sem línan leggst mun betur á vatnsflötinn. Opti Drift er tvílit sem hjálpar til við línustjórnun í vatni, en ekki síður til að auðvelda veiðimanni að finna hleðslupunkt stangarinnar . Línan hleður stangir mjög auðveldlega og rennur ákaflega mjúklega í gegnum lykkjur þeirra. Hún ber flestar flugustærðir- og gerðir, allt frá smáflugum upp í þyngri túpur. Góður fluguveiðipakki á flottu verði.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt