Vörumynd

SDS Skagit Skothaus (Flot) #8

Loop
SDS Skagit er skothaus sem er gríðarlega orkumikill og kastar því þyngstu túpum mjög auðveldlega. Skagit hausarnir eru hannaðir til notkunar með SDS-endum eða þungum T-endum. Lengd haussins er 6,4 - 7,3 metrar en að endanum meðtöldum er heildarlengdin 10 - 11 metra eftir línuþyngd. Hausinn sjálfur er flotlína en endana sem settir eru framan við eru fáanlegir sem flot, intermediate, sökkhraði 3,...
SDS Skagit er skothaus sem er gríðarlega orkumikill og kastar því þyngstu túpum mjög auðveldlega. Skagit hausarnir eru hannaðir til notkunar með SDS-endum eða þungum T-endum. Lengd haussins er 6,4 - 7,3 metrar en að endanum meðtöldum er heildarlengdin 10 - 11 metra eftir línuþyngd. Hausinn sjálfur er flotlína en endana sem settir eru framan við eru fáanlegir sem flot, intermediate, sökkhraði 3, sökkhraði 5 og sökkhraði 7. Fyrir þá sem kjósa enn meiri sökkhraða eru T-endar fáanlegir, þ.e. T10, T14 og T18. Með þessu kerfi má nota einn skothaus en skipta út endum eftir þeirri dýpt sem veiða skal hverju sinni. Hvernig virkar þetta? Á hjólið þarf undirlínu, því næst runninglínu (SDS) og þá Skagit skothausinn. Þar fyrir framan skal svo nota SDS-enda, þ.e. sá hluti flugulínunnar sem taumurinn er festur við. Fyrir þá sem vilja aukinn sökkhraða má nota T-enda í stað SDS-enda. En af hverju SDS Skagit? Skagit er hannað til að kasta öllum flugustærðum í öllum verðum. Það þýðir að hægt er að kasta mjög þungum tungsten túpum með þessu kerfi. Að auki nýtist línan frábærlega í slæmum veðrum, s.s. þegar vindur er mikill. Línan er kjörin í ár eins og Ytri- og Eystri Rangá, Ölfusá, Þjórsá, Tungufljót, Blöndu og hverja þá á þar sem almennt eru notaðar stærri flugur en í minni ánum. Línan er einnig frábær í stærri sjóbirtingsárnar fyrir austan. Hvað á að velja saman? Almennt skal velja línunúmer í samræmi við línuþyngd stangarinnar. Dæmi: 12,6 feta tvíhenda í línuþyngd #7 tekur annað hvort línu #7 eða #7/8. Sé stöngin fremur hæg skal velja #7 en #7/8 fyrir hraðari stangir. SDS-endar fyrir þessa stöng eru í línunúmeri #6-8. Þeir eru fáanlegir frá flot upp í sökkhraða 7. Sé T-endi valinn í stað SDS-enda skiptir línuþyngd Skagit-haussins ekki máli.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt