Vörumynd

Aquanova Sink Tip #3

Northern Sport
Aquanova Sink Tip er í grunninn flotlína en bláendi línunnar sekkur. Eiginleikarnir eru svipaðir og þegar veitt er með flotlínu og sökkendi settur framan við. Kosturinn við sink tip línur er hinsvegar sá að sökkendinn er eiginlegur hluti línunnar og raskar því ekki flugukastinu. Línan er fáanleg í línuþyngdum #3-10. Lengd sökkendans er 12 fet eða 3,66 metrar. Sökkhraðinn er 4 til 10 cm. á sekún...
Aquanova Sink Tip er í grunninn flotlína en bláendi línunnar sekkur. Eiginleikarnir eru svipaðir og þegar veitt er með flotlínu og sökkendi settur framan við. Kosturinn við sink tip línur er hinsvegar sá að sökkendinn er eiginlegur hluti línunnar og raskar því ekki flugukastinu. Línan er fáanleg í línuþyngdum #3-10. Lengd sökkendans er 12 fet eða 3,66 metrar. Sökkhraðinn er 4 til 10 cm. á sekúndu. Línuna má nota með flestum flugustærðum, allt upp í meðalstórar túpur. Aquanova-línurnar eru framleiddar af kanadíska fyrirtækinu Norhern Sport. Meginstarfsemi Northern Sport hefur falist í framleiðslu á flugulínum sem seldar eru undir merkjum annarra fyrirtækja um allan heim, en minni áhersla hefur verið lögð í sölu á línum undir eigin vörumerki. Veiðiflugur munu nú bjóða upp á þessar flugulínur sem ódýran valkost fyrir veiðimenn.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt