Gjafaboxið „What a fantastic discovery“ frá Davines inniheldur fjóra hármaska úr The Circle Chronicles línunni. The Spotlight Circle : Einstaklega ljómandi maski sem gefur extra mikinn glans! Fullkominn fyrir allar hárgerðir, en sérstaklega dauflegt og efnameðhöndlað hár. Gljáfægir og sefar úfið hár með hjálp Moringa olíu. Djúpnærir hárið án þess að þyngja það. The Quick Fix Circle : Þessi gefur …
Gjafaboxið „What a fantastic discovery“ frá Davines inniheldur fjóra hármaska úr The Circle Chronicles línunni. The Spotlight Circle : Einstaklega ljómandi maski sem gefur extra mikinn glans! Fullkominn fyrir allar hárgerðir, en sérstaklega dauflegt og efnameðhöndlað hár. Gljáfægir og sefar úfið hár með hjálp Moringa olíu. Djúpnærir hárið án þess að þyngja það. The Quick Fix Circle : Þessi gefur raka og leysir úr flækjum á aðeins 3 mínútum og gerir hárið mjúkt, gljáandi og meðfærilegt. Alhliða lausn á hvers kyns hárvandamálum og fullkomin fyrir upptekið fólk. Inniheldur hyaluronicsýru (já, þessa sem er í öllum bestu hrukkukremunum!) sem gefur einstaklega mikinn raka og rauðleir til að fjarlægja óhreinindi. The Renaissance Circle : Viðgerðarmaski sem glæðir skemmt hári nýju lífi, hvort sem það er vegna hitatækja, sólar, klórs eða mikillar efnameðhöndlunar. Fullkominn fyrir þá sem lita hárið reglulega og fyrir þá sem stunda mikla útiveru og sund. Inniheldur olíu úr babassu hentum sem gefur djúpa næringu og gulan leir sem byggir upp hárið til að endurlífga heilbrigðan glans og mýkt. The Restless Circle: The Restless Circle er gegnsær maski fyrir þá sem vilja hugsa vel um hárið á meðan þeir gera aðra hluti eins og að mæta í ræktina, fara út að hlaupa eða bara sjá um innkaupin.