Vörumynd

Jóhannes Einarsson - Minningabrot

Jóhannes Einarsson verkfræðingur hefur átt fjölbreytta starfsævi, þótt hann sé fyrst og fremst kunnur fyrir að hafa haslað sér völl í alþjóðlegum flugheimi.
Að loknu verkfræðiprófi í Bandaríkjunum var Jóhannes einn af fyrstu starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli. Síðan var hann í sex ár verksmiðjustjóri í nýrri verksmiðju Coldwater, fisksölufyrirtækis Sölumiðstöðva...

Jóhannes Einarsson verkfræðingur hefur átt fjölbreytta starfsævi, þótt hann sé fyrst og fremst kunnur fyrir að hafa haslað sér völl í alþjóðlegum flugheimi.
Að loknu verkfræðiprófi í Bandaríkjunum var Jóhannes einn af fyrstu starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli. Síðan var hann í sex ár verksmiðjustjóri í nýrri verksmiðju Coldwater, fisksölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum.

Eftir það réðst hann til Loftleiða sem þá var á hátindi velgengnisára sinna. Sem einn af framkvæmdastjórum Loftleiða vann Jóhannes meðal annars að stofnun Cargolux í Lúxemborg. Þangað flutti Jóhannes svo á miðjum aldri og varð einn af yfirmönnum Cargolux sem á fáum árum varð eitt af stærstu vöruflutningafélögum heims.

Þegar Jóhannes lét af daglegum störfum varð hann ræðismaður Íslands í Mónakó.

Í þessari bók rekur Jóhannes viðburðarika starfsævi og segir hispurslaust frá því sem á daga hans hefur drifið — ekki síst hörðum átökum í viðskiptalífinu.

Verslaðu hér

  • Forlagið
    Forlagið bókaútgáfa 575 5600 Fleiri en ein verslun
  • Heimkaup.is 539 3535 Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt