Vörumynd

ENHET

IKEA
Eldhúsið er hannað fyrir ferðaspanhellu og/eða örbylgjuofn ásamt veggföstum háfi. Taktu tækið bara úr sambandi og settu það til hliðar til að búa til meira pláss fyrir matargerðina. Opin hirsla veitir þér mikið hillupláss fyrir skálar og minni heimilistæki á borð við brauðrist, blandara og hrísgrjónapott. Hvítar hurðir og skúffuframhliðar færa rýminu ferskt og bjart yfirbragð og allir litir reg...
Eldhúsið er hannað fyrir ferðaspanhellu og/eða örbylgjuofn ásamt veggföstum háfi. Taktu tækið bara úr sambandi og settu það til hliðar til að búa til meira pláss fyrir matargerðina. Opin hirsla veitir þér mikið hillupláss fyrir skálar og minni heimilistæki á borð við brauðrist, blandara og hrísgrjónapott. Hvítar hurðir og skúffuframhliðar færa rýminu ferskt og bjart yfirbragð og allir litir regnbogans passa með! Fallegt og sígilt. Veggskápur með hurð nýtir plássið yfir vaskinum vel. Tilvalinn fyrir glös og borðbúnað og ver þau fyrir ryki. Lági veggskápurinn passar fyrir ofan veggháf og er í beinni línu við aðra veggskápa. Bættu við ferðaspanhellu/örbylgjuofni að búa til góða eldunaraðstöðu. Auðvelt að koma fyrir í skáp eða hengja á snaga þegar er ekki í notkun, til að rýma til á borðinu fyrir aðra hluti. Selt sér. ENHET hangandi hilluinnlegg gerir þér kleift að nýta betur plássið á milli hillna í ENHET hillueiningum. Tilvalið til að koma skipulagi á hluti á borð við espressóbolla, krukkur, hárþurrkur eða handklæði. ENHET slá fyrir snaga, ENHET snagar og SKATTÅN ílát auðvelda þér að nýta hvern sentímetra undir opinni ENHET hillueiningu fyrir diskaþurrkur, hnífapör og áhöld. Bættu við ENHET aukahlutum til að nýta hirsluna til hins ýtrasta. Engin þörf á að bora! Seldir sér. Einstaki blindnaglinn auðveldar samsetningu og festingarnar eru varla sjáanlegar. ENHET fætur eru 12,5 cm og þeir setja grunnskápinn í þægilega hæð og bæta stöðugleika hans. Eftir þínu höfði! Skiptu út litnum á skápunum og áferðinni á borðplötunni og framhliðunum til að búa til nútímalegt, sígilt, stílhreint eða litríkt útlit sem höfðar til þín. GUBBARP hnúðar og höldur úr hvítu plasti með einföldu og nútímalegu útliti sem passar með mismunandi hurðum og skúffuframhliðum. Hægt að bæta við HÅLLBAR flokkunarfötum. Með því að hafa flokkunarfötur undir vaskinum kemur þú upp snyrtilegri flokkunaraðstöðu. Plasthúðaðar borðplötur eru endingargóðar og auðveldar í umhirðu. Með smá alúð haldast þær eins og nýjar í mörg ár. Styttu plötuna í lengd sem hentar þér og notaðu meðfylgjandi kantlista á kantana. FYNDIG vaskur úr ryðfríu stáli, sem er hreinlegt, endingargott og slitsterkt efni. SKYDRAG ljósasett er hannað fyrir ENHET línuna – tilvalið bæði sem borðlýsing og til að búa til ákveðna stemningu í eldhúsinu. Með TRÅDFRI spennubreyti og þráðlausum ljósdeyfi getur þú auðveldlega kveikt, slökkt og deyft lýsinguna. 10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is. Grunnskápur fyrir vask er hentugur staður til að flokka rusl og að aftan er pláss fyrir rör og lagnir.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt