Vörumynd

Berskjaldaður

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Einar Þór Jónsson vakti á sínum tíma þjóðarathygli fyrir skýra en hógværa framgöngu þegar hann steig fram sem talsmaður Geðhjálpar. Fáa grunaði þó að þessi látlausi og geðþekki maður ætti sér magnaða lífssögu að baki og háði á köflum sannkallaða baráttu fyrir lífi sínu.

Einar Þór fæddist í Bolungarvík, barnabarn Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns sem var allt í öllu í bænum og Einar litl...

Einar Þór Jónsson vakti á sínum tíma þjóðarathygli fyrir skýra en hógværa framgöngu þegar hann steig fram sem talsmaður Geðhjálpar. Fáa grunaði þó að þessi látlausi og geðþekki maður ætti sér magnaða lífssögu að baki og háði á köflum sannkallaða baráttu fyrir lífi sínu.

Einar Þór fæddist í Bolungarvík, barnabarn Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns sem var allt í öllu í bænum og Einar litli því hluti af ættarveldinu. Hann varð þó ekki sá erfðaprins sem hann var borinn til heldur þurfti fljótlega að berjast fyrir sjálfum sér og takast á við erfiðan móðurmissi og samkynhneigð í litlu sjávarþorpi. Síðar tók við hin átakanlega en um margt gleymda barátta samkynhneigðra við alnæmi þar sem ekki var einungis við banvænan vírus að kljást heldur lífshættulega fordóma á heimsvísu. Þá þurfti sterk bein til að horfa upp á góðvini og elskhuga týna tölunni einn af öðrum án þess að missa vonina um líf og framtíð – hvað þá hamingju og ást.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skrifar þessa áhrifamiklu og um margt átakanlegu baráttusögu Einars Þórs Jónssonar af innsæi og næmi. En saga Einars verður um leið saga síðustu áratuga og leiðir í ljós að hin þrotlausa barátta fyrir mannlegri reisn getur stundum átt sér farsæl endalok.

„Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir setur um margt ný viðmið í ævisagnaskrifum í bókinni Berskjaldaður , sem er saga Einars Þórs Jónssonar. ... snertir lesendur.“ ⭐️ ⭐️ ⭐️ ⭐️1/2 Sigurður Bogi Sævarsson, Morgunblaðinu

„Hrífandi örlagasaga, full af örlæti, óbilandi ást og mannúð.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson

„Þetta er mögnuð bók, mikil saga, átakanleg, sorgleg, viðburðarík og ævintýraleg. Líka saga um ákveðna upprisu.“ Elísabet Hjaltadóttir

„Þessi einlæga og hispurslausa saga minnir okkur á mikilvægi þess að standa með eigin tilfinningum og innstu sannfæringu þótt oft sé grýtt undir og á brattann að sækja. Sannarlega er mikill fengur að áhrifamiklum minningum Einars Þórs.“ Þorvaldur Kristinsson

„Mögnuð saga og áhrifarík.“ Ragna Guðmundsdóttir

„Afbragðsbók um ótrúlega merkilegan mann.“ Sigmar Guðmundsson

„Kvöldsvæfa ég vakti til klukkan þrjú yfir henni.“ Ósk Gunnarsdóttir


Verslaðu hér

 • Forlagið
  Forlagið bókaútgáfa 575 5600 Fleiri en ein verslun
 • Heimkaup.is 539 3535 Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
 • Penninn
  Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun
 • Heimkaup.is 539 3535 Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
 • Bjartur og Veröld
  Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt