Vörumynd

Vonin

HIMNESK VÆRÐ

Ég hrökk hrottalega upp af svefni
hann var dáinn
um vor vitjaði hans, maðurinn með ljáinn

Við höfðum verið saman í himnasælu
hann átti mig alltaf alla
en sérhver er dæmdur, fyrir dauðanum að falla

Í svefnrofunum ég grét og grét
æddi um spítalann allan
og heyrði mig garga: Ætlar e...

HIMNESK VÆRÐ

Ég hrökk hrottalega upp af svefni
hann var dáinn
um vor vitjaði hans, maðurinn með ljáinn

Við höfðum verið saman í himnasælu
hann átti mig alltaf alla
en sérhver er dæmdur, fyrir dauðanum að falla

Í svefnrofunum ég grét og grét
æddi um spítalann allan
og heyrði mig garga: Ætlar enginn honum að bjarga?

Ég sá hvar hann lá á andlátsbekk
líkt og í hvíld með klút yfir andliti sínu
þessi sýn minnti mig framar öðru á, undarlega ljóðlínu

Er ég að missa hann frá mér?
Læknir mælti með róandi rödd:
Komið er að lífslokum, hans jarðneska veröld er kvödd

Hans varir bærðust, ég kraup við hans hlið
reyndi að skilja og hlustaði hrærð
en yfir honum hvíldi, himnesk værð

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun
  • Forlagið
    Forlagið bókaútgáfa 575 5600 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt