Vörumynd

Bambus jafnvægishjól / þríhjól

Kinderfeets

Jafnvægishjól/þríhjól, 2-í-1. Hjólinu er auðveldlega breytt úr þríhjóli í tveggja hjóla jafnvægishjól. Hannað fyrir 18 mánaða til 4 ára. Börn geta byrjað ung að nota hjólið, þegar þau eru örugg og tilbúin er hjólinu breytt í jafnvægishjól. Dásamlegt hjól sem vegur einungis 3,5kg!

Mál á vöru: 72 x 45 x 44 cm
Sætishæð: 25 to 34 cm
Þyngdartakmörk 25kg
Handgert úr bambus, má…

Jafnvægishjól/þríhjól, 2-í-1. Hjólinu er auðveldlega breytt úr þríhjóli í tveggja hjóla jafnvægishjól. Hannað fyrir 18 mánaða til 4 ára. Börn geta byrjað ung að nota hjólið, þegar þau eru örugg og tilbúin er hjólinu breytt í jafnvægishjól. Dásamlegt hjól sem vegur einungis 3,5kg!

Mál á vöru: 72 x 45 x 44 cm
Sætishæð: 25 to 34 cm
Þyngdartakmörk 25kg
Handgert úr bambus, málað með eiturefnalausri málningu. EVA - niðurbrjótanleg dekk fyrir aukin þægindi og jafnvægi. Framleiðandi plantar trjám í samstarfi við samtökin Trees for the Future!

Afhverju bambus?
Það eru margir kostir við að nota bambus. Bambus er sterkari en stál, sem gerir hann að fjölhæfu og verðmætu byggingarefni. Það þýðir hágæða og endingargóð reiðhjól.

Bambus er líka umhverfisvænn á margan hátt. Hann framleiðir meira súrefni og gleypir meiri koltvísýring en tré. Á meðan harðviður er 30-50 ár að vaxa er bambus einungis 3-5 ár og þarfnast ekki skordýraeiturs eða efna til að flýta vextinum.

Bambus er ræktaður í þróunarlöndunum, og við erum stolt af því að styðja við sjálfbæra lífshætti í þeim löndum. Við viljum gefa af okkur til náttúrunnar, og notkun bambus er ein leið.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt