Vörumynd

Wella Colourtouch Hárlitur

Wella

Color Touch hárliturinn veitir hárinu fallegan lit og mikinn glans þökk sé Light2Color Complex formúlunni. Inniheldur náttúrulegt vax og trefjaprótein. Color Touch er án ammoníaks og einfalt í notkun. Color Touch endist í sirka 24 þvotta (fer eftir ástandi hársins) og því myndast ekki mikil rót ef valinn er litur í sömu tónhæð og þinn náttúrulegi hárlitur.

Notkun:

1. Þvoðu hárið með mildu…

Color Touch hárliturinn veitir hárinu fallegan lit og mikinn glans þökk sé Light2Color Complex formúlunni. Inniheldur náttúrulegt vax og trefjaprótein. Color Touch er án ammoníaks og einfalt í notkun. Color Touch endist í sirka 24 þvotta (fer eftir ástandi hársins) og því myndast ekki mikil rót ef valinn er litur í sömu tónhæð og þinn náttúrulegi hárlitur.

Notkun:

1. Þvoðu hárið með mildu Wella Professionals sjampói og þerraðu með handklæði. Settu á þig hanskana sem fylgja í pakkanum.

2. Næst seturðu handklæði yfir axlirnar eða slá til þess að verja fötin þín. Skrúfaðu tappann af flöskunni sem inniheldur festinn. Opnaðu litatúpuna og settu litinn í flöskuna. Því næst er tappinn skrúfuður aftur á flöskuna. Hristu flöskuna vel þar til liturinn blandast saman við festinn.

3. Taktu tappann af túpunni og byrjaðu að bera litinn í frá miðju höfði og haltu svo áfram afturábak. Síðan litar þú hárið við andlitið. Greiddu í gegnum hárið, til að tryggja jafna dreifingu litarins. Biðtími er 20 mínútur. Ef þú ert með permanent, illa farið hár eða litað fyrir, er mælt með 15 mínútna biðtíma. Lengri biðtími gefur dýpri og meiri lit.

4. Skolun, settu smá heitt vatn í hárið og nuddaðu saman við litinn, svo hann freyði. Nuddið vel hárlínuna og hárrótina. Skolið vel þar til litur hættir að renna úr hárinu og vatnið verður tært. Skolið hárið aftur ef þarf. Næst skaltu finna Wella Professionals Brilliance næringuna sem fylgir í pakkanum. Hún eykur ljóma litarins og þyngir ekki hárið. Berðu hana í og láttu bíða í 5 mínútur og skolaðu vel úr. Við mælum með að nota Invigo Brilliance sjampói og næringu eða System Professional Color Save sjampó og næringu. Svo er gott að nota Color Save hármaska öðru hverju. Þessar vörur fást allar á Beautybar. Þegar hárið vex þá kemur rót. Til þess að ná fram jöfnum lit aftur er best að byrja á að bera litinn í rótarsvæðið. Eftir 10-15 mínútna bið berð þú afganginn úr flöskunni í hárið og greiðir jafnt í gegnum það með greiðu til að tryggja jafna dreifingu. Bættu 5 mínútum við biðtímann.

Góð ráð!  Color Touch skal ekki nota í aflitað hár, ljósar strípur eða mjög grátt hár. Þetta er sett fram vegna þess að ef að hárið er í því ástandi sem lýst er hér á undan, er ekki hægt að tryggja að útkoman verði sú sem búist var við. Ef hár er þurrt eða illa farið næst jafnari litun með því að bera litinn fyrst í rótina, og síðan í 2/3 af lengdinni. Settu síðan afganginn af litnum í endana og láttu bíða í 5-10 mínútur. Ef hárið er þykkt mælum við með 2 pökkum af Color Touch ef lita á allt hárið. Einn pakki gæti svo dugað til að viðhalda rótarlitun. Ef þú ert að hugsa um að breyta mikið um lit, þá mælum við með að þú setjir þig í samband við fagmann á hársnyrtistofu Beautybar til að þjónusta þig með það. Með því að lita hárið sjálf/t/ur þá er ábyrgðin alfarið hjá þér.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt