Vörumynd

TRÅDFRI LED ljósapera GU10, 345 lúmen

IKEA

Með LED snjallljósaperu getur þú deyft og breytt litnum á ljósinu og þannig lagað lýsinguna að því sem þú ert að gera hverju sinni. Hafðu til dæmis daufa og hlýlega birtu yfir matarborðinu og bjartari, kaldari birtu fyrir vinnu.

Þú getur breytt stemningunni í rýminu með því að deyfa lýsinguna, ásamt því að spara orku.

Notaðu TRÅDFRI fjarstýringuna til að stýra allt að tíu LED l...

Með LED snjallljósaperu getur þú deyft og breytt litnum á ljósinu og þannig lagað lýsinguna að því sem þú ert að gera hverju sinni. Hafðu til dæmis daufa og hlýlega birtu yfir matarborðinu og bjartari, kaldari birtu fyrir vinnu.

Þú getur breytt stemningunni í rýminu með því að deyfa lýsinguna, ásamt því að spara orku.

Notaðu TRÅDFRI fjarstýringuna til að stýra allt að tíu LED ljósaperum í einu.Þú getur kveikt, slökkt, deyft lýsinguna og valið á milli níu mismunandi lita og hvítra tóna.

Ef þú bætir TRÅDFRI gáttinni (seld sér) og TRÅDFRI Home smart appinu við getur þú valið á milli tuttugu mismunandi lita og litahitastiga. Þú getur einnig búið til nokkrar ljósaþyrpingar og stýrt þeim á mismunandi hátt.

Eiginleikar:

Með fjarstýringunni getur þú valið á milli þessara lita og litahitastiga: Kalt hvítt (4000 Kelvin), hlýtt hvítt (2700 Kelvin), hlýr bjarmi (2200 Kelvin), kertaljós (1780 Kelvin), rafgult, dökkferskjulitt, bleikt, ljósfjólublátt og ljósblátt.

Það er hægt að nota þessa vöru með þráðlausum ljósdeyfi. IKEA ljósastýring gerir þér kleift að deyfa ljósin án þess að hafa veggtengdan ljósdeyfi.

Nánari upplýsingar:

Aðeins hægt að nota með IKEA ljósastýringarvörum.

Bættu við gáttinni og appinu og þú færð fleiri liti til að velja á milli: Kaldur himinn (6000 Kelvin), kalt dagsljós (5000 Kelvin), sólarupprás (3000 Kelvin), ferskjulitt, dökkrautt, ljósbleikt, dökkbleikt, dökkfjólublátt, blátt, gulgrænt og gult.

Þú þarft eitt stjórntæki úr TRÅDFRI línunni (fjarstýringu, þráðlausan ljósdeyfi eða þráðlausan hreyfiskynjara) til að tengja ljós við gáttina og appið.

Birtan frá LED perunni samsvarar birtu frá hefðbundinni 50W glóperu.

Líftími LED er um 25.000 klst.

Notaðu hvíta ljósaperu ef þú ert að nota venjulegan lampaskerm eða lampa og vilt dempaða birtu og jafna dreifingu á lýsingunni.

Orkunotkun í biðstöðu: 0,3 W.

Nota má ljósaperuna í -20°C til +40°C.

Náðu í fría IKEA Home smart appið í Google Play eða App Store, eftir því hvernig síma þú ert með.

Varan er CE merkt.

Virkar með IKEA Home smart.

Bættu við TRÅDFRI gáttinni og IKEA Home smart appinu til að stýra með Amazon Alexa, Apple HomeKit eða Google Home.

Við bjóðum eingöngu upp á LED lýsingu í vöruúrvali okkar.

Öryggi og eftirlit:

Þessi ljósapera hentar ekki með veggtengdum ljósdeyfum.

Selt sér:

TRÅDFRI fjarstýring og gátt eru seld sér.

Hönnuður

IKEA of Sweden

Sjálfgefið ljósstreymi: 345 Lumen

Sjálfgefið litarhitastig: 2700 kelvin

Orkunotkun: 4.6 W

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt