Vörumynd

Glugganet álrammar - Ósamsett

Glugganet.is

Almennt um vöruna

Glugganet - ósamsett
 • Pakki með ósamsettum glugganetsramma inniheldur alla íhluti sem þarf í gluggaramma með neti sem passar akkúrat fyrir þinn glugga.
 • Leiðbeiningamyndbönd og PDF skjöl um samsetningu og uppsetningu finnurðu í kaflanum Leiðbeiningar hér fyrir neðan.
 • Við bjóðum líka upp á samsetta ramma, sjá nánar hér .
Innihald glug…

Almennt um vöruna

Glugganet - ósamsett
 • Pakki með ósamsettum glugganetsramma inniheldur alla íhluti sem þarf í gluggaramma með neti sem passar akkúrat fyrir þinn glugga.
 • Leiðbeiningamyndbönd og PDF skjöl um samsetningu og uppsetningu finnurðu í kaflanum Leiðbeiningar hér fyrir neðan.
 • Við bjóðum líka upp á samsetta ramma, sjá nánar hér .
Innihald glugganets-pakka:
 • 4 stk hvítir álprófílar 18,6mm á breidd og  12,4mm á dýpt  í lengdum sem þú velur
 • Net eins og valið var, sniðið í stærð
 • 4 stk. hvít horn
 • 1 stk. halda og 2 skrúfur
 • 2 stk. lamir og 8 skrúfur
 • 2 stk. snúningshnappar og 2 skrúfur
 • Gúmmíborði sniðinn í sömu lengd og álprófílarnir
 • 1 stk. áhald til að festa gúmmíborða (1 stk. fylgir með hverri pöntun)
 • Leiðbeiningar um samsetningu
Nauðsynleg verkfæri sem þarf en eru ekki innifalin í pakkanum:
 • Járnsög (hægt er að óska eftir sögun eftir máli þegar pantað en ef sú leið er ekki valin er nauðsynlegt að hafa járnsög til að saga prófílana í nákvæmar stærðir)
 • Ef ekki sagað í rafmagnssög þá er gott að hafa stokk til að saga álrammann beint (til í vefverslun okkar)
 • Skrúfvél eða skrúfjárn
 • Lítil borvél með 2mm bor til að bora fyrir lömum og höldum í álrammann
 • Dúkahnífur til að skera umframnet þegar komið í rammann

Mæla og velja stærð

 • Svo framarlega sem ummál glugga opsins (ljósmálið) er innan málanna sem eru gefin upp fyrir hvern stærðarflokk þá passar sá stærðarflokkur fyrir gluggann.
  Sem dæmi ef gluggaopið hjá þér er 30 á breidd og 100 á hæð þá er ummál gluggaopsins 30 + 30 + 100 + 100 = 260 og þá velurðu stærð "M: Ummál gluggaops er 200-299 cm"
 • Það eru leiðbeiningamyndbönd á síðunni sem gott er að skoða og leiðbeiningar um máltöku sem er gott að skoða líka áður en mælt er því engir gluggar eru eins og margt sem þarf að taka tillit til.
 • Hér er svo eyðublað til að skrá niður mælingar fyrir þá sem vilja ósamsetta pakkann sagaðan í nákvæmar stærðir.
 • Ef eitthvað er óljóst og þú ekki viss hvort þetta muni ganga upp hjá þér geturðu sent okkur myndir af glugganum og við sjáum hvort við finnum ekki örugglega lausn sem passar þér. Sendu myndirnar á glugganet@glugganet.is. Eða þú getur kíkt til okkar á opnunartíma .

Velja net

Það eru fjórar gerðir af netum og eru þau misjafnlega þétt og henta mismunandi aðstæðum. Netin eru öll svört að lit nema stálnetið sem er stállitt.
 • Skordýranetið
  hefur 324 göt pr fertommu (18x18) og heldur úti flestum skordýrum fyrir utan þeim allra minnstu eins og lúsmýi.

 • Lúsmýnet
  hefur 600 göt pr fertommu (30x20) og heldur úti öllum skordýrum þ.m.t. lúsmýi.
 • Gæludýranet
  hefur 165 göt pr fertommu (15x11) og er sérstaklega hannað til að halda gæludýrum inni (eða úti) auk þess sem það heldur úti flestum skordýrum fyrir utan þeim allra minnstu eins og lúsmýi.
 • Ekkert mál er að skipta um net í álrömmum eftir á ef þú kemst að því að netið sem þú valdir hentar ekki þínum þörfum. (sjá varahluti )

Velja festingar

 • Lamir fylgja með en þú getur valið að skipta þeim út með segulfestingum.
 • Lamirnar þarf að skrúfa í gluggakarminn en ef þú ákveður að hafa
 • segulfestingar þá límir þú segulborða á gluggakarminn og annan á álrammann og þarf þá ekki að skrúfa neitt í gluggakarminn.

Ef þú skoðar leiðbeiningamyndböndin geturðu séð muninn á þessum festingum.

Sögun á álprófílum

 • Þú getur valið að fá álprófílana ósagaða og þú sagar svo í nákvæmar stærðir, eða þú getur valið að fá þá sagaða í þína stærð án aukakostnaðar.
 • Ef þú velur að fá álprófílana ósagaða koma þeir í eftirfarandi stærðum í  hverjum pakka:
  S pakki:  1 x 2m álprófíll
  M pakki: 1 x 2m álprófíll + 1 x 1m álprófíll
  L pakki:  2 x 2m álprófill
  XL pakki: 2 x 2m álprófíll + 1 x 1m álprófíl
 • Ef þú velur að fá álprófílana sagaða í þína stærð birtist reitur þar sem þú getur skráð nákvæmar lengdir fyrir álprófílana í cm eða þú getur fyllt út og sent okkur þetta eyðublað á glugganet@glugganet.is og við reiknum út sögunina.
  ATHUGIÐ að endanleg sögun getur hlaupið á +/- 3mm frá uppgefnu máli.
 • Sjá nánar um hvernig á að mæla og hvað þarf að taka tillit til við máltöku í kaflanum Mæla og velja stærð hér að ofan.

Afhending og sendingakostnaður

Afhendingartími
 • Pantanir á ósamsettum pökkum eru tilbúnar til afhendingar eða útsendingar innan 5 virkra daga frá því pöntun er greidd.
 • Við sendum tilkynningu um leið og pöntun er tilbúin
 • Hægt er að sækja sendingar til okkar á opnunartíma .
 • Ef óskað er eftir að fá heimsent geta bæst við allt að 3 dagar í flutning.
Sendingakostnaður
 • Sendingakostnaður fyrir hverja sendingu er 2.500 kr.

Leiðbeiningar

 • Hér fyrir neðan finnurðu leiðbeiningar bæði á prentformi og á myndböndum.
  Í myndböndunum er fyrsta myndbandið um samsetningu rammans sjálfs, annað myndbandið um netísetningu, þriðja myndbandið um ásetningu festinga og að lokum myndband um uppsetningu með lömum annars vegar og með segulborða hins vegar.
 • Leiðbeiningar fyrir samsetningu og uppsetningu á prentformi
 • Leiðbeiningar fyrir uppsetningu með segulborða á prentformi


Frekari upplýsingar

Ef þú hefur spurningar þá:
Athugaðu hvort þú finnur svarið í Algengar spurningar
Skoðaðu leiðbeiningar okkar
Sendu okkur fyrirspurn
K íktu til okkar á opnunartíma

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt