Vörumynd

SÓLSTÖÐUR Barnapeysa

MeMe Knitting

SÓLSTÖÐUR barnapeysa er litrík og falleg peysa prjónuð úr guðdómlega Andorra garninu frá Kelbourne Woolens. Peysan er prjónuð frá hálsmáli eftir mynsturgrafi. Alls eru 4 litir notaðir í peysuna og eru því möguleikar peysunnar endalausir. Peysan er einföld í framkvæmd og hentar þeim sem hafa grunn í mynsturprjóni.

* Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjó…

SÓLSTÖÐUR barnapeysa er litrík og falleg peysa prjónuð úr guðdómlega Andorra garninu frá Kelbourne Woolens. Peysan er prjónuð frá hálsmáli eftir mynsturgrafi. Alls eru 4 litir notaðir í peysuna og eru því möguleikar peysunnar endalausir. Peysan er einföld í framkvæmd og hentar þeim sem hafa grunn í mynsturprjóni.

* Athugið að um áætlað magn er að ræða og er ólíkt eftir garni og prjónara hversu mikið þarf .

Garn

Andorra frá Kelbourne Woolens – fæst í vefverslun MeMe Knitting

Það sem þarf
  • 3,0 mm hringprjón (40 og 60 cm)
  • 3,0 mm sokkaprjóna
  • Prjónamerki
Prjónfesta

10 cm = 25 lykkjur sléttprjón - notið þá prjónastærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu

Almennar upplýsingar

Stærð Ummál peysu Aðallitur* Mynsturlitir (3 litir)*
6-9 mánaða 58 cm 150 gr. 25 gr. hver litur
1-2 ára 60 cm 150 gr. 25 gr. hver litur
2-4 ára 66 cm 150 gr. 25 gr. hver litur
4-6 ára 70 cm 200 gr. 25 gr. hver litur
6-8 ára 75 cm 200 gr. 25 gr. hver litur
8-10 ára 81 cm 250 gr. 25 gr. hver litur

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt