Vörumynd

Korter í Hvammstanga

Korter í Hvammstanga sjalið eftir Eddu Lilju er heklað sjal, innblásið af Korter í Blönduós sjalinu hennar Arndísar Ó. Arnalds . Þetta er hið fullkomna tækifæri til þess að nýta afganga eða mini-hespur í fingering grófleika. Sjalið er frekar einfalt í vinnslu. Hægt er að stjórna stærðinni alveg eftir eigin hentissemi. Uppskriftin er hugsuð þannig að það er 1 aðallitur sem gengur upp allt sjalið á…
Korter í Hvammstanga sjalið eftir Eddu Lilju er heklað sjal, innblásið af Korter í Blönduós sjalinu hennar Arndísar Ó. Arnalds . Þetta er hið fullkomna tækifæri til þess að nýta afganga eða mini-hespur í fingering grófleika. Sjalið er frekar einfalt í vinnslu. Hægt er að stjórna stærðinni alveg eftir eigin hentissemi. Uppskriftin er hugsuð þannig að það er 1 aðallitur sem gengur upp allt sjalið á móti aukalit (litur B). Aukaliturinn (B) samanstendur af 2-5 litum, litlum hespum sem notaðar eru hver á fætur annarri. Mjög sniðugt að nota t.d. afgangana þannig að nota hvern aukalit eins og hann dugir og skipta svo. Upplýsingar: Garn: Perfect Sock frá Vatnsnes Yarn eða annað garn í fingering grófleika Litir: frjálst val Grófleiki garns:  Fingering grófleiki Heklfesta:  Ekki skiptir öllu máli hver heklfestan er í þessari uppskrift, heklað er þar til sjalið nær æskilegri stærð, best er að hekla það ekki of þétt til að ná sem mestum lipurleika. Heklunál:  4.0mm Stærðir: Ein stærð

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt