REF Volume sjampóið er ein af okkar allra vinsælustu vörum og ekki að ástæðulausu. Þeir sem eru með fínt eða þunnt hár geta notað þetta vegan sjampó til þess að styrkja, vernda og byggja upp hárið. Weightless Volume sjampóið er notað sem fyrsta skref í hárþvotti. Það er sett í blautt hár og er dreift jafnt í hár og hársvörð og síðan skolað úr. Kostirnir við sjampóið er að það heldur langvarandi l…
REF Volume sjampóið er ein af okkar allra vinsælustu vörum og ekki að ástæðulausu. Þeir sem eru með fínt eða þunnt hár geta notað þetta vegan sjampó til þess að styrkja, vernda og byggja upp hárið. Weightless Volume sjampóið er notað sem fyrsta skref í hárþvotti. Það er sett í blautt hár og er dreift jafnt í hár og hársvörð og síðan skolað úr. Kostirnir við sjampóið er að það heldur langvarandi lyftingu og sveigjanleika. Þeir sem eru með litað hár þurfa ekki að hafa áhyggjur þar sem það verndar einnig að liturinn í hárinu dofni ekki. Inniheldur lífrænar olíur sem stuðla að því að gefa náttúrulegan gljáa án þess þó að þyngja hárið. Þá er sjampóið einnig laust við súlfat og paraben efni. Ref hefur hugsað um þarfir neytanda og býður upp á sjampóið í þremur stærðum. 750 ml fyrir þá sem eru með stóra fjölskyldu eða ef það vantar á hárgreiðslustofuna. Hefðbundna 285 ml stærð og 60 ml sem er fullkomin stærð til þess að taka með á æfingu eða í helgarferðina. Við mælum með að nota Weightless Volume hárnæringuna með sjampóinu til að fullkomna hárþvottinn og fá sem mest út úr honum fyrir fíngert og þunnt hár. Að þvotti loknum má síðan spreyja þykkjandi næringarspreyi í hársvörðinn og nudda með fingurgómunum. Allar vörur frá REF Stockholm eru framleiddar án dýraprófana og án þess að skaða dýr.