Vörumynd

Frandsen - Ball Loftljós m/ Handfangi Ø: 25cm Black Matt

Frandsen Lighting
Danska fyrirtækið Frandsen stofnaði Benny Frandsen í kjallaranum á heimili sínu árið 1968 eftir að hafa hannað og smíðað fyrsta Ball ljósið. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og þróast ört og í dag vinnur Frandsen í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og einblýnir á að skapa hágæða ljós og lampa fyrir einstaklinga og fyrirtæki víðs vegar um heiminn.Ball línan inniheldur án efa vinsælustu ljós fyrirtæ…
Danska fyrirtækið Frandsen stofnaði Benny Frandsen í kjallaranum á heimili sínu árið 1968 eftir að hafa hannað og smíðað fyrsta Ball ljósið. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og þróast ört og í dag vinnur Frandsen í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og einblýnir á að skapa hágæða ljós og lampa fyrir einstaklinga og fyrirtæki víðs vegar um heiminn.Ball línan inniheldur án efa vinsælustu ljós fyrirtækisins enda var fyrirtækið stofnað í kring um þessa klassísku og tímalausu hönnun. Loftljós í nokkrum stærðum, veggljós í tveimur útfærslum, gólf- og borðlampa má finna í Ball línunni í mörgum fallegum litum.Loftljósin voru upprunalega aðeins framleidd í brúnum og appelsínugulum tónum til að passa inn á dönsk heimili á áttunda áratugnum. Eftir því sem árin liðu og tískustraumarnir breyttust hóf Frandsen framleiðslu á ljósunum í hinum ýmsu litum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.Árið 2014 kom klassíska Ball ljósið í nýjum búning - með handfangi. Ljósið kemur með svartri tausnúru og með handfanginu er hægt að stýra lýsingunni.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt