Vörumynd

Porta-Pak MAX 50 stykki í poka

Walex

Walex Porta-Pak Fresh 50, magnpoki sem að inniheldur 50 púða, hentar þar sem verið er að þjónusta fleiri salerni sem og stærri safntanka. Porta-Pak er lyktareyðandi niðurbrotsefni sem ætlað til notkunar í ferðasalerni sem tæmd eru á 3-4 daga fresti. Porta-Pak inniheldur einstaka efnablöndu sem vinnur á úrgangi og klósettpappír og hefur einstaklega öfluga og langvirka lyktareyðingu.Porta-Pak hen…

Walex Porta-Pak Fresh 50, magnpoki sem að inniheldur 50 púða, hentar þar sem verið er að þjónusta fleiri salerni sem og stærri safntanka. Porta-Pak er lyktareyðandi niðurbrotsefni sem ætlað til notkunar í ferðasalerni sem tæmd eru á 3-4 daga fresti. Porta-Pak inniheldur einstaka efnablöndu sem vinnur á úrgangi og klósettpappír og hefur einstaklega öfluga og langvirka lyktareyðingu.Porta-Pak hentar fyrir safntanka í rútum, húsbílum, hjólhýsum og bátum og fleiri salerniskerfi.

Ferðasalerni með safntanka allt að 200 lítra:

  • Setjið 2-4 púða af Porta-Pak í safntank ferðasalernisins  annað hvort beint eða með því að sturta því niður ásamt 10 – 20 lítrum af vatni (fer eftir stærð).

Lítil ferðasalerni "kasettuklósett" 25 lítra:

  • Setjið 1 púða af Porta-Pak í safntank ferðasalernisins  annað hvort beint eða með því að sturta því niður ásamt 500ml-1.000ml af vatni með púðanum. Porta-Pak Express hentar best fyrir minni ferðasalerni eða svokölluð kasettuklósett.

Athugið að púðinn er settur beint í safntankinn eða sturtað niður, ekki er þörf á að rjúfa umbúðirnar því þær brotna strax niður í vatninu í safntankinum.

Verslaðu hér

  • Kemi ehf 415 4000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.