Vörumynd

Hjálmur 3M Solaris G2000 með stilliskrúfu Grænn

3M
G2000 öryggishjálmarnir frá 3M eru þægilegir og góðir hjálmar með góðri loftun. Þægilegt er að stilla hjálmana því þeir koma með stilliskrúfu á hnakkabandinu. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað á öryggishjálmana s.s. andlitshlífar, heyrnarhlífar, innfelld öryggisgleraugu svo eitthvað sé nefnt. G 2000 öryggishjálmurinn er með flatan skjöld að framan til þess að prenta á hann lógo / merki fyrirtækis e...
G2000 öryggishjálmarnir frá 3M eru þægilegir og góðir hjálmar með góðri loftun. Þægilegt er að stilla hjálmana því þeir koma með stilliskrúfu á hnakkabandinu. Hægt er að fá ýmsan aukabúnað á öryggishjálmana s.s. andlitshlífar, heyrnarhlífar, innfelld öryggisgleraugu svo eitthvað sé nefnt. G 2000 öryggishjálmurinn er með flatan skjöld að framan til þess að prenta á hann lógo / merki fyrirtækis eða einnig er hægt að setja á hann límmerki. 3M öryggishjálmarnir eru með PELTOR™ Uvicator™ skynjaraskífu en það er lítil rauð skífa aftan á hjálminum sem segir til um ástand hans gagnvart UV geislun. UV skífan lýsist með tímanum, þegar hún er orðin hvít skal strax skipta um öryggishjálm. *** Athugið að þegar hjálmar fá á sig högg af einvherju tagi rýrir það öryggisgildi hjálmsins og skal strax skipta honum út fyrir nýjan hjálm. *** Ítarlegri lýsing í fylgiskjölum

Verslaðu hér

  • Kemi ehf 415 4000 Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt