Vörumynd

Coyote

Coyote
Dag einn fór sléttuúlfurinn yfir ána með vinum sínum, en hann hélt á of mörgum hlutum og var næstum drukknaður þegar björninn togaði hann upp úr ánni. Aumingja sléttuúlfurinn tapaði aleigunni. Dýrin settust niður við eld til að þurrka sig og hvílast. Sléttuúlfurinn var öfundsjúkur út í hin dýrin því þau áttu enn alla hlutina sína, svo hann skoraði á þau í blekkingarspil til að vinna af þeim eig...
Dag einn fór sléttuúlfurinn yfir ána með vinum sínum, en hann hélt á of mörgum hlutum og var næstum drukknaður þegar björninn togaði hann upp úr ánni. Aumingja sléttuúlfurinn tapaði aleigunni. Dýrin settust niður við eld til að þurrka sig og hvílast. Sléttuúlfurinn var öfundsjúkur út í hin dýrin því þau áttu enn alla hlutina sína, svo hann skoraði á þau í blekkingarspil til að vinna af þeim eigur þeirra. Hin dýrin samþykktu að spila, því þau töldu sléttuúlfinn ekki eiga séns á sigri. Því allir vita að hann lýgur í sífellu — en í þessu spili þurfa allir að ljúga, því enginn veit hvað er satt… Í blekkingarspilinu Coyote sérðu alltaf hvaða spil aðrir eru með á hendi, en aldrei þitt spil. Þegar þú átt leik, þá verður þú að segja tölu sem er lægri en summa allra spilanna á borðinu, en hærri tölu en þá sem var síðast sögð. Eða véfengja síðustu töu sem var sögð. Að lokum, þegar spilin eru öll afhjúpuð, sjáið þið hver er í liði með sléttuúlfinum slæga. Coyote er í sömu spilaröð og Spicy , og er myndskreytt með sérstöku koparlitu málmprenti, því kopar er litur velmegunar og menningarverðmæta hjá ættbálkum Norð-Vesturstrandarinnar. Listamaðurinn Zona Evon Shroyer (innfædd Yupic í Alaska) er meistari í hefðbundnum stíl Norð-Vesturstrandarinnar, þar sem næmni fyrir smáatriðunum tekur mörg ár að fuillkomna. Fyrir kápuna á Coyote , þá teiknaði hún nútímalega skuggamynd af sléttuúlfinum, og fyllti hana svo af hinum dýrunum, skjaldböku, bifur og birni, í klassískum stíl. Það eru dýrin sem sitja við eldinn og spila saman þetta spil í litlu sögunni. https://youtu.be/isqa5pCyyRg

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt