Vörumynd

Deiglumór Íslenskt keramik 1930 - 1970

Leirlist hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og er órjúfanlegur hluti af menningar- og listasögu heimsins. Af minjum um leirlist til forna á Íslandi er fátt eitt varðveitt nema orðið deiglumór, þetta forna orð yfir leir, sem vitnar um notkun leirs á Íslandi til deiglugerðar á öldum áður. Sú saga er fallin í gleymsku en hins vegar var notkun íslenska leirsins forsenda fyrir hinni...

Leirlist hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og er órjúfanlegur hluti af menningar- og listasögu heimsins. Af minjum um leirlist til forna á Íslandi er fátt eitt varðveitt nema orðið deiglumór, þetta forna orð yfir leir, sem vitnar um notkun leirs á Íslandi til deiglugerðar á öldum áður. Sú saga er fallin í gleymsku en hins vegar var notkun íslenska leirsins forsenda fyrir hinni frjóu leirlistarsögu tuttugustu aldar. Brautryðjandinn Guðmundar Einarssonar frá Miðdal stofnaði Listvinahúsið 1927. Stofnun Listvinahússins markað upphaf íslensks listiðnaðar í nútímaskilningi þess orðs. Á árunum 1946 – 1957 voru síðan stofnuð fimm ný leirmunaverkstæði í Reykjavík, Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Þau áttu það sameinginlegt að þau notuðuöll íslenskan leir, fram til um 1970. Í bókinni er saga þeirra rakin, fjallað um helstu leirlistamenn tímabilsins og helstu verk þeirra. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu verkstæðanna og draga fram sérstöðu hvers og eins þeirra, en listrænn metnaður einkenndi hönnun og framleiðslu leirmuna á þessu skeiði. Fjöldi mynda prýðir bókina, en margar þeirra hafa ekki birst áður. Höfundar texta eru Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarmaður og Kristín G. Guðnadóttir, listfræðingur.

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt