Danska fyrirtækið Frandsen stofnaði Benny Frandsen í kjallaranum á heimili sínu árið 1968 eftir að hafa hannað og smíðað fyrsta Ball ljósið. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og þróast ört og í dag vinnur Frandsen í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og einblýnir á að skapa hágæða ljós og lampa fyrir einstaklinga og fyrirtæki víðs vegar um heiminn.Með minimalískar línur og áherslu á praktík styðst L…
Danska fyrirtækið Frandsen stofnaði Benny Frandsen í kjallaranum á heimili sínu árið 1968 eftir að hafa hannað og smíðað fyrsta Ball ljósið. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og þróast ört og í dag vinnur Frandsen í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og einblýnir á að skapa hágæða ljós og lampa fyrir einstaklinga og fyrirtæki víðs vegar um heiminn.Með minimalískar línur og áherslu á praktík styðst Lyss ljósalínan við bestu hefðir og eiginleika danskrar hönnunar. Mjúk samskeyti eru á milli skerms og arms svo hægt er að snúa skerminum þangað sem þörf er á lýsingu. Lamparnir hafa rofa og tausnúru í sama lit og lampinn sjálfur sem fullkomnar einfalt og minimalískt útlitið. Grái og svarti liturinn passar í flest umhverfi á meðan guli liturinn gengur fullkomlega við hlýjan ljómann úr tekki, reyktri eik og palisander - viðir sem einkenna danska hönnun. Gólflampinn stendur á einfaldri plötu sem er nógu þung til að veita stöðugleika.