Vörumynd

Lillebjørnhue - íslenska eða danska

Knitting for Olive

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er got...

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Hægt er að velja um að fá uppskriftina á íslensku eða dönsku.

Lillebjørnhue

B angsahúfan er falleg húfa með litlum bangsaeyrum sem er bundin undir hökuna.
Húfan er prjónuð fram og til baka í sléttu prjóni. Hægt er að velja á milli þess að prjóna kantinn í perluprjóni eða stroffi. Húfan er prjónuð frá kanti við andlit og aftur að hnakka, þar sem hún er síðan tekin saman með stuttum umferðum. Að lokum er prjónuð snúra (e. I-cord) og I-cord kantur neðst á húfuna.

Stærðir : 1 (3) 6 (9) 12 - 18 (24) mánaða
Höfuðmál : ca. 33-37 (36-40) 39-44 (43-46) 46-49 (49-51) cm
Það sem þarf : Hringprjónn og sokkaprjónar (2 stk) nr. 3,5, prjónamerki (4 stk), málband og nál til frágangs
Prjónfesta : 23 l x 34 umferðir = 10 x 10 cm slétt prón á prjóna nr. 3,5
Efni : 1 þráður af Knitting for Olive Merino (250 m / 50 g) og 1 þráður Soft Silk Mohair (225 m / 25 g) Sýnishornin á myndinni eru prjónuð í Merino - Pudderblå og Soft Silk Mohair - Perlegrå og Merino - Rosa Ler og Soft Silk Mohair - Rosa Ler
Magnafgarni :
Merino ull: 50 grömm - 1 dokka
Soft Silk Mohair: 25 grömm - 1 dokka

Verslaðu hér

  • Amma mús
    Amma mús - handavinnuhús 511 3388 Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt