Vörumynd

Maísól heilgalli og húfa - uppskriftapakki

Stroff

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyr...

Þessi uppskrift kemur í rafrænu pdf formi sem þú færð aðgang að þegar kaup hafa verið framkvæmd. Eftir kaup munt þú fá senda slóð í tölvupósti sem vísar á síðu þar sem hægt er að hlaða niður uppskriftinni. Við mælum með að vista uppskriftina á góðum stað.

Stundum lendir tölvupósturinn með slóðinni í spam- eða ruslpósti, ef þú hefur ekki fengið slóðina eftir kaup er gott að kíkja þangað fyrst áður en haft er samband við okkur.

Uppskriftin er á íslensku.

Maísól heilgalli og húfa

Gallinn

Gallinn er prjónaður ofan frá og niður og fram og til baka til að byrja með eða niður að klofi. Eftir það er hann tengdur í hring og prjónaður þannig fram að skiptingu á skálmum. Skálmar og ermar eru prjónaðar í hring.

Efni:

Katia Merino 100%

Hvað þarf mikið af garni miðað við stærð
Newborn: 200 gr
3-6 mánaða: 250gr
6-12 mánaða: 350gr
1-2 ára: 450gr
2-4 ára: 500gr

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Það sem þarf
- hringprjónar nr. 4 (60 sm fyrir stærðir 1, 2 og 3 og 80 sm fyrir stærðir 4 og 5. )
- sokkaprjónar nr. 4
- nál til frágangs
- prjónamerki
- tölur

Lengd á búk, frá klofi upp að handvegi
Newborn: 22 sm
3-6 mánaða: 25 sm
6-12 mánaða: 27 sm
1-2 ára: 33 sm
2-4 ára: 37 sm
Ummál á búk
Newborn: 43 sm
3-6 mánaða: 48 sm
6-12 mánaða: 52 sm
1-2 ára: 56 sm
2-4 ára: 65 sm
Ummál á skálmum
Newborn: 20 sm
3-6 mánaða: 25 sm
6-12 mánaða: 27 sm
1-2 ára: 30 sm
2-4 ára: 33.5 sm

Lengd á ermum (með stroffi)
Newborn: 16 sm
3-6 mánaða: 19 sm
6-12 mánaða: 22 sm
1-2 ára: 25 sm
2-4 ára: 28 sm
Ummál á ermum (ca)
Newborn: 17 sm
3-6 mánaða: 19 sm
6-12 mánaða: 20 sm
1-2 ára: 22 sm
2-4 ára: 25 sm
Lengd á skálmum (með stroffi)
Newborn: 17 sm
3-6 mánaða: 20 sm
6-12 mánaða: 26 sm
1-2 ára: 32 sm
2-4 ára: 36 sm

Prjónfesta
23 lykkjur og 30 umf. á prj. nr. 4 = 10 sm

Húfan

Húfan er prjónuð neðan frá og upp og í hring. Útskýringar varðandi útaukningu og úrtöku eru mjög ítarlegar en það er gert fyrir þá sem eru ekki vanir prjónarar og eru jafnvel að stíga sín fyrstu skref í prjónaskap.

Efni:

Katia Merino 100%

Stærðir og magn
0-3 mánaða: 50gr
3-6 mánaða: 50gr
6-12 mánaða: 50gr
1-2 ára: 100gr
2-4 ára: 100gr

Ummál
0-3 mánaða: 33 sm
3-6 mánaða: 36 sm
6-12 mánaða: 38 sm
1-2 ára: 41 sm
2-4 ára: 43 sm

ATH að uppgefið magn af garni er einungis viðmið þar sem við prjónum öll misfast/-laust.

Það sem þarf:
- hringprjónn nr. 4 (40 sm langur)
- sokkaprjónar nr. 4
- nál til frágangs
- prjónamerki
- einn eða tveir dúskar (eftir smekk)

Prjónfesta
23 lykkjur á prj. nr. 4 = 10 sm

Verslaðu hér

  • Amma mús
    Amma mús - handavinnuhús 511 3388 Fákafeni 9, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt