Vörumynd

Verkefnabók prjónarans (ný útgáfa)

Hula

Verkefnabókin er stórsniðug fyrir prjónafólk til þess að styðja við skipulagið og hafa betri sýn yfir prjónaverkefnin.

Í bókina er hægt að skrifa niður og halda utan um verkefnin, innkaupin, uppskriftirnar, uppáhalds garnið og hönnuðina, óskalista, garnlager og afgangaprjón.

Einnig er hægt að finna stærðatöflu og mánaðaryfirlit.

Þessi bók getur því orð…

Verkefnabókin er stórsniðug fyrir prjónafólk til þess að styðja við skipulagið og hafa betri sýn yfir prjónaverkefnin.

Í bókina er hægt að skrifa niður og halda utan um verkefnin, innkaupin, uppskriftirnar, uppáhalds garnið og hönnuðina, óskalista, garnlager og afgangaprjón.

Einnig er hægt að finna stærðatöflu og mánaðaryfirlit.

Þessi bók getur því orðið persónulegt heimildarit sem gott er að leita í.

Allt prjónafólk getur nýtt sér hana því hún er tímalaus og skiptir því ekki máli hvort að prjónað sé mikið eða lítið.

Einnig er að finna uppskrift af lambhúshettu fyrir börn og klassískri kollhúfu fyrir fullorðna.

Hönnun og uppsetning bókar var í höndum Ásthildar Sölvadóttur og Heiðar Ásgeirsdóttur.

Hula ehf. gefur bókina út.

Verslaðu hér

  • Amma mús
    Amma mús - handavinnuhús 511 3388 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt