Vörumynd

The Pink Stuff

Emarket.is

The pink stuff er frábært efni sem hjálpar til við að ná erfiðum blettum og óhreinindum af án þess að nota sterk og ertandi hreinsiefni.

Efnið er þykkt krem sem borið er á óhrein yfirborð og nuddað á yfirborðið til þess að fjarlæga bletti og óhreinindi. Efnið má nota á nánast hvaða yfirborð sem er, en varist að beita of miklum þrýsting þegar verið er að þrífa gler og plast þar sem litlu korn…

The pink stuff er frábært efni sem hjálpar til við að ná erfiðum blettum og óhreinindum af án þess að nota sterk og ertandi hreinsiefni.

Efnið er þykkt krem sem borið er á óhrein yfirborð og nuddað á yfirborðið til þess að fjarlæga bletti og óhreinindi. Efnið má nota á nánast hvaða yfirborð sem er, en varist að beita of miklum þrýsting þegar verið er að þrífa gler og plast þar sem litlu kornin í efninu gætu átt það á hættu að rispa gler og mjúk yfirborð.

Kosturinn við að nota Pink Stuff er að það er ekki ertandi eða ætandi efni svo það er áhættulaust að vinna með það án mikils hlífðarfatnaðar. Þótt við mælum ávallt með latex eða gúmmíhönskum við þrif með einhversskonar efnum.

Nánari upplýsingar um The Pink Stuff

  • Framleiðandi: Stardrops
  • Vöruheiti: The Pink stuff
  • Stærð fötu: 500gr

Varúðarupplýsingar

Inniheldur 5-15% sápu og inniheldur minna en 5% af benzisothiazolinone, laurylamine dipropylenediamine, methylisothiazolinone og ilmefni.

Eftir inntöku: Ef þú innbyrðir efnið skolið þá STRAX munninn. EKKI framkalla uppköst. Leitið umsvifalaust læknis.

Berist efni á húð: Skolið húðina vel með vatni eða farið í sturtu.

Berist efnið í augu: Skolið varlega með vatni í nokkrar mínútur. Fjarlægið snertilinsur ef það er auðvelt. Skolið áfram. Leitið læknis ef þörf krefur.

Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt