Vörumynd

Spessi 1990-2020

Pönkarinn í hópi íslenskra ljósmyndara, Spessi, er orðinn 65 ára. Það gefur tilefni til að horfa yfir höfundarverk hans og stöðu hans í heimi íslenskra sjónlista. Spessi skapaði nýja sýn á íslenskt samfélag í ljósmyndum sínum.Inga Lára Baldvinsdóttir, úr formála bókar.Í þessari yfirgripsmiklu ljósmyndabók er varpað ljósi á feril Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Þar birtist hluti af þekktum ve...
Pönkarinn í hópi íslenskra ljósmyndara, Spessi, er orðinn 65 ára. Það gefur tilefni til að horfa yfir höfundarverk hans og stöðu hans í heimi íslenskra sjónlista. Spessi skapaði nýja sýn á íslenskt samfélag í ljósmyndum sínum.Inga Lára Baldvinsdóttir, úr formála bókar.Í þessari yfirgripsmiklu ljósmyndabók er varpað ljósi á feril Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Þar birtist hluti af þekktum verkum hans eins og Bensín, Hetjur og 111  í samtvinningu við óbirtar eða sjaldséðari ljósmyndir. Með einstöku stílbragði í mannamyndatökum og vali á umfjöllunarefni sem felur oft í sér beitta samfélagsrýni hefur Spessi skapað sér sérstöðu á sviði listrænnar ljósmyndunar á Íslandi. Ferill hans spannar nú 30 ár og á þeim tímamótum er fullt tilefni til að miðla hans einstöku sýn á samfélagið.    Bókin er 192 blaðsíður, greinahöfundar eru Jón Proppé og Eiríkur Örn Norðdahl, ritstjóri er Linda Ásdísardóttir og hönnuður er Ámundi Sigurðsson.

Verslaðu hér

  • Þjóðminjasafn Íslands
    Þjóðminjasafn Íslands 530 2200 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt