Vörumynd

Natuzzi - Winston Sófi L: 240cm

Natuzzi
Natuzzi er ítalskt hágæða húsgagnafyrirtæki sem sérhæfir sig í vönduðum sófum og er á heimsmælikvarða þegar kemur að hönnun og framleiðslu þeirra. Allir Natuzzi sófarnir eru hannaðir og framleiddir á Ítalíu undir ströngu gæðaeftirliti. Winston sófinn sem hannaður var af Manzoni & Tapinassi er táknmynd einfaldleika og þæginda. Winston sófann er hægt að fá í ótal útgáfum og þess vegna einfalt...
Natuzzi er ítalskt hágæða húsgagnafyrirtæki sem sérhæfir sig í vönduðum sófum og er á heimsmælikvarða þegar kemur að hönnun og framleiðslu þeirra. Allir Natuzzi sófarnir eru hannaðir og framleiddir á Ítalíu undir ströngu gæðaeftirliti. Winston sófinn sem hannaður var af Manzoni & Tapinassi er táknmynd einfaldleika og þæginda. Winston sófann er hægt að fá í ótal útgáfum og þess vegna einfalt að sníða hann fullkomlega inn í þitt rými. Allar útgáfur Winston sófans má skoða í meðfylgjandi Pdf-skjali en hann er hægt að fá sem tveggja sæta sófa, þriggja sæta sófa, hornsófa og tungusófa. Verð á Natuzzi sófunum getur verið nokkuð mismunandi út frá því hvaða áklæði er valið. Hægt er að velja annars vegar um leðuráklæði og hinsvegar um tauáklæði. Þessar mismunandi týpur áklæða koma síðan í nokkrum gæðaflokkum. Hægt er að skoða mismun á milli áklæðistegunda á hægri spássíu.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt