Vörumynd

Hive Pocket

Hive er klókt og skemmtilegt tveggja manna spil sem er ekki bundið af borði, og er hægt að spila á hvaða slétta fleti sem er — jafnvel utandyra. Í spilinu eru 22 flísar, ellefu svartar og ellefu hvítar, sem eru merktar skordýrum og áttfætlum sem hver hreyfist á sinn einstaka hátt. Hive Pocket er þægilegt að því leiti að það er minna í sniðum og auðveldara að ferðast með það. Að auki fylgja með ...
Hive er klókt og skemmtilegt tveggja manna spil sem er ekki bundið af borði, og er hægt að spila á hvaða slétta fleti sem er — jafnvel utandyra. Í spilinu eru 22 flísar, ellefu svartar og ellefu hvítar, sem eru merktar skordýrum og áttfætlum sem hver hreyfist á sinn einstaka hátt. Hive Pocket er þægilegt að því leiti að það er minna í sniðum og auðveldara að ferðast með það. Að auki fylgja með maríuhænu- og moskítóviðbótin. Spilið þarfnast engrar uppsetningar, og hefst spilið um leið og fyrsta flísin er lögð niður. Hverri flís sem bætt er við er svo raðað upp við þær sem fyrir eru, svo flísarnar mynda leikborðið. Ólíkt mörgum spilum, þá eru flísar ekki teknar af borðinu aftur, og oft er þeim ekki öllum spilað út. Markmið spilsins er að umkringja drottningu andstæðingsins, og koma í veg fyrir að andstæðingur þinn geri slíkt hið sama. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2007 Juego del Año – Úrslit 2007 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning 2006 Spiel der Spiele Hit für Zwei – Meðmæli 2006 Mensa Select – Sigurvegari 2003 International Gamers Award – General Strategy: Two-players https://youtu.be/0odRAAtKM7s

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt