Vörumynd

Loop Torne Vöðlujakki L

Loop
Eftir áralanga þróunarvinnu hefur Loop nú framleitt vöðlujakka sem jafnast á við það allra besta á markaðnum. Jakkinn hefur staðist ítarlega prófanir við erfiðustu aðstæður enda er Torne einn vandaðasti vöðlujakki sem völ er á. SymPatex© filman, sem er innra byrðið, er bæði vatnsheld og vindheld en Cordura© ytra byrðið sér til þess að jakkinn þolir mikið álag og hnjask. Torne -vöðlujakkinn er ein…
Eftir áralanga þróunarvinnu hefur Loop nú framleitt vöðlujakka sem jafnast á við það allra besta á markaðnum. Jakkinn hefur staðist ítarlega prófanir við erfiðustu aðstæður enda er Torne einn vandaðasti vöðlujakki sem völ er á. SymPatex© filman, sem er innra byrðið, er bæði vatnsheld og vindheld en Cordura© ytra byrðið sér til þess að jakkinn þolir mikið álag og hnjask. Torne -vöðlujakkinn er eins sterkbyggður og slíkir jakkar gerast. Hann lofar þægindum, áreiðanleik og langri endingu í fjölda veiðiferða. Jakkinn er með þrjá brjóstvasa með innbyggðum festingum fyrir ýmis tól og verkfæri. Brjóstvasar eru fóðraðir með flísefni til þess að verma hendur. Á þeim eru YKK© rennilásar sem hrinda frá vatni. Hettuna má laga eftir þörfum þannig að hún, ásamt flískraganum, haldi á þér hita við erfiðustu aðstæður. Vatnsheld lokun á ermum er frábær lausn til þess að varna vatni leið upp í ermarnar þegar kastað er eða losað er úr fiski. Samtímis því að við njótum útiverunnar styðjum við jafnframt náttúruvernd. Ólíkt hefðbundnum vatnsheldum veiðijökkum úr öndunarefni er Torne - jakkinn úr endurvinnanlegu efni og framleiddur án þess að nota nokkur eyðandi efni eins og ePTFE eða PTC. Við framleiðslu á SymPatex filmunni er notað 90% minna vatn en framleiðslu keppinautanna.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt