Vörumynd

Loop Dellik Vöðlujakki M

Loop
Loop Dellik -vöðlujakkinn er hannaður til að þola hverskonar leiðangra enda með frábærri öndun og er um leið algjörlega vatnsheldur. Samstarf Loop við Sympatex hefur gert þeim kleift að framleiða einn umhverfisvænasta jakka sem gerður hefur verið. Hann nýtur góðs af „twill-wave“ uppbyggingu sem gerir jakkann sterkari, teygjanlegri og endingarbetri. Að framanverðu eru tveir rúmgóðir vasar auk flip…
Loop Dellik -vöðlujakkinn er hannaður til að þola hverskonar leiðangra enda með frábærri öndun og er um leið algjörlega vatnsheldur. Samstarf Loop við Sympatex hefur gert þeim kleift að framleiða einn umhverfisvænasta jakka sem gerður hefur verið. Hann nýtur góðs af „twill-wave“ uppbyggingu sem gerir jakkann sterkari, teygjanlegri og endingarbetri. Að framanverðu eru tveir rúmgóðir vasar auk flipa með festingum, s.s. fyrir taumaklippur og losunartöng. Á hliðum eru fóðraðir vasar til þess að verma hendur, en öllum vösum er lokað með YKK © vatnsheldum rennilásum. Hettuna má laga eftir þörfum þannig að hún haldi hita á veiðimanninum, jafnvel við erfiðustu aðstæður. Á jakkanum er einnig vatnsheld lokun á ermum sem er ætlað að varna vatni leið upp í ermarnar þegar kastað er eða þegar fiski er sleppt. Dellik -vöðlujakkinn er sannarlega með betri kaupum á markaðnum, þegar litið er til verðs og gæða. Ólíkt öðrum hefðbundnum vatnsheldum útivistarjökkum úr öndunarefni er Dellik -jakkinn úr endurvinnanlegu efni og framleiddur án þess að nota eyðandi efni eins og ePTFE eða PTC. Við framleiðslu á SymPatex filmunni er notað 90% minna vatn en við framleiðslu á samskonar fatnaði.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt