Vörumynd

Guideline Laerdal Vöðlujakki (Dömu) L

Guideline
Laerdal er nýr vöðlujakki frá Guideline sem er hannaður með kvensniði og veitir fullkomna vörn gegn veðri og vindum. Hann hámarkar hreyfigetu notandans og er úthugsaður hvað skipulag varðar. Jakkinn er framleiddur úr þriggja-laga nælonefni sem er með góðri öndun og veitir góða vörn í íslenskri veðráttu. Hetta jakkans er hönnuð þannig að unnt sé að hylja háls og andlit í erfiðum aðstæðum. Ermar er…
Laerdal er nýr vöðlujakki frá Guideline sem er hannaður með kvensniði og veitir fullkomna vörn gegn veðri og vindum. Hann hámarkar hreyfigetu notandans og er úthugsaður hvað skipulag varðar. Jakkinn er framleiddur úr þriggja-laga nælonefni sem er með góðri öndun og veitir góða vörn í íslenskri veðráttu. Hetta jakkans er hönnuð þannig að unnt sé að hylja háls og andlit í erfiðum aðstæðum. Ermar eru með stillanlegri lokun sem varna vatni leið upp hendurnar. Framan á jakkanum eru tveir rúmgóðir brjóstvasar undir flugubox, auk minni vasa fyrir taumaefni. D-lykkja er á baki fyrir veiðiháf og áhaldaslá að framan fyrir veiðitólin, s.s. taumaklippur og töng. Að innanverðu er vasi sem hugsaður er undir vettlinga, húfu eða annarskonar fylgihluti. Á hliðum jakkans eru fóðraðir vasar til að verma hendurnar. Rennilásinn að framan er að fullu vatnsheldur með YKK Aquaguard™, en vasar eru með vatnsvörðum YKK Vislon™ rennilásum.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt