Vörumynd

DEIG!

Á þessu námskeiði er kennt að gera nokkrar klassískar deig tegundir sem gaman er að ná góðum tökum á. Við byrjum námskeiðið á að sjá hvernig franskt snúðadeig „Brioche“ er gert og bökum úr því bæði pistasíu og kanelsnúða. Þá förum við í að fullkomna bökudeig og förum í saumana á því hvað gerir bökudeig fullkomið. Við lærum nokkrar sniðugar aðferðir og öll “trixin” og hver nemendi gerir sína böku,…
Á þessu námskeiði er kennt að gera nokkrar klassískar deig tegundir sem gaman er að ná góðum tökum á. Við byrjum námskeiðið á að sjá hvernig franskt snúðadeig „Brioche“ er gert og bökum úr því bæði pistasíu og kanelsnúða. Þá förum við í að fullkomna bökudeig og förum í saumana á því hvað gerir bökudeig fullkomið. Við lærum nokkrar sniðugar aðferðir og öll “trixin” og hver nemendi gerir sína böku, annaðhvort epla eða spínatböku. Því næst lærum við að gera smjördeig með mun fljótlegri aðferð en þeirri klassísku. Smjördeigið takið þið með heim til að nota síðar og fáið uppskriftir með ykkur, en í tímanum gerum við eplasmjörhorn. Við gerum vatnsdeig og förum yfir hvað er hægt að baka fjölbreyttar kræsingar úr því, gerum vatnsdeigsturn „profiteroles“ með súkkulaðisósu í tímanum, og ískrem til að fylla bollurnar. Í lok tímans gæðum við okkur á sætindunum með kaffi eða te og nemendur taka síðan sína böku og smjördeig með sér heim.Á námskeiðinu er kennt að gera:SnúðadeigKanelsnúðarPistasíusnúðarVatnsdeig (choux pastry)Vatnsdeigs turn (profiteroles)Bökudeig (shortcrust pastry)GrænmetisbakaSætt bökudeig (sweet shortcrust pastry)Frönsk eplabakaSmjördeig (puff pastry)Eplasmjörhorn

Verslaðu hér

  • Salt eldhús
    Salt eldhús 551 0171 Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.