Beef Wellington er glæsilegur, klassískur réttur og afar fallegur á veisluborðið. Það er því bæði gagnlegt og gaman að kunna að gera Beef Wellington,en að sama skapi getur það vafist fyrir fólki hvernig á að bera sig að svo vel takist til, ekki síst ef á að bjóða til veislu.Við höfum því fengið Ægir Friðriksson matreiðslumeistara til að leiðbeina á þessu námskeiði og kenna þátttakendum að gera þe…
Beef Wellington er glæsilegur, klassískur réttur og afar fallegur á veisluborðið. Það er því bæði gagnlegt og gaman að kunna að gera Beef Wellington,en að sama skapi getur það vafist fyrir fólki hvernig á að bera sig að svo vel takist til, ekki síst ef á að bjóða til veislu.Við höfum því fengið Ægir Friðriksson matreiðslumeistara til að leiðbeina á þessu námskeiði og kenna þátttakendum að gera þennan fræga rétt. Ægir er reynslubolti í bransanum og er núna kennari við Hótel og Veitingaskólan.Á námskeiðinu mun Ægir fara yfir og sýna þátttakendum frá a-ö hvernig á að bera sig að við að undirbúa og matreiða Beef Wellington. Í kjölfarið munu þátttakendur hver fyrir sig undirbúa og matreiða Beef Wellington.Á námskeiðinu er einnig farið í hvernig á að gera meðlæti, soðsósu, fondant kartöflur og gljáðar gulrætur. Við gerum líka fallegan og Jólalegan eftirrétt með mascarpone ost og berjum. Í lok námskeiðsins er síðan sest til borðs og við gæðum okkur á afrakstrinum.Á námskeiðinu gerum við:Beef WellingtonSoðsósuFondant kartöflurGljáðar gulræturMascarpone krem og berja-melba