Vörumynd

Háreyðing

Húðfegrun

Háreyðing er lasermeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á líkamanum.
Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasertækið hitar hársekkinn upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi.
Miklar framfarir hafa orðið í tækni til varanlegrar háreyðingar og er nýjasta lasermeðferðin hjá okkur með innbyggðu kælitæki þannig að viðkomandi f…

Háreyðing er lasermeðferð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á líkamanum.
Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að lasertækið hitar hársekkinn upp og eyðir honum án þess að skemma nærliggjandi vefi.
Miklar framfarir hafa orðið í tækni til varanlegrar háreyðingar og er nýjasta lasermeðferðin hjá okkur með innbyggðu kælitæki þannig að viðkomandi finnur hvorki fyrir hita né sársauka.

Árangur af varanlegri háreyðingu og umhirða eftir meðferð
Mælt er með því að bera græðandi krem (t.d. Aloe vera) á svæðið tvisvar á dag í viku eftir meðferð ásamt því að forðast sól í viku. Eftir 2-3 daga má raka/klippa svæðið. Mikilvægt er að vaxa/ plokka ekki svæðið á milli meðferða því það getur dregið úr árangri meðferðar. Hluti háranna fer strax eftir fyrstu meðferð og kemur aldrei aftur. Hárin detta af á 7-12 dögum. Meðferðin hægir á hárvexti þeirra hára sem eftir verða. Raka þarf svæði fyrir meðferð þar sem hárin þurfa að vera styttri en 0,2 mm.

Fjöldi meðferða ræðst m.a. af umfangi hárvaxtar, gróf- og þéttleika hársins og háralit. Algengt er að það þurfi að lágmarki 6-10 meðferðir til að sjá góðan árangur, en það er háð lit háranna og því meðferðarsvæði sem um er að ræða. Að lágmarki 6 vikur þurfa að líða á milli meðferða.

ATH! Ef keypt eru gjafabréf eða meðferðir fyrir aðra en greiðanda, skal vinsamlegast taka það fram við greiðslu.

Verslaðu hér

  • Húðfegrun
    Húðfegrun ehf 533 1320 Vegmúla 2, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt