Vörumynd

RYÐFRÍAR A4 PALLASKRÚFUR / TRÉSKRÚFUR 4,5 X 60mm

Pallaskrúfur fyrir vandláta pallasmiði, sem eru hannaðar til að skila góðum árangri. Sjálfborandi með skera : Auðveldar að skrúfa pallaskrúfuna beint í viðinn og kemur í veg fyrir að timbrið klofni Milling ribs: Auðveldar að skrúfa, sem þýðir að rafhlaðan í skrúfvélinni endist lengur Cutting ribs/Úrsnari: Sex rillur undir hausnum sem búa til sæti og minnkar líkur á því að það komi flísar eða að v…
Pallaskrúfur fyrir vandláta pallasmiði, sem eru hannaðar til að skila góðum árangri. Sjálfborandi með skera : Auðveldar að skrúfa pallaskrúfuna beint í viðinn og kemur í veg fyrir að timbrið klofni Milling ribs: Auðveldar að skrúfa, sem þýðir að rafhlaðan í skrúfvélinni endist lengur Cutting ribs/Úrsnari: Sex rillur undir hausnum sem búa til sæti og minnkar líkur á því að það komi flísar eða að viðurinn springi. Djúpt sæti: Torxbitinn helst betur í skrúfunni   StikxPRO framleiðir vandaðar pallaskrúfur, sem byggja á bestu þekkingu á því hvernig góð pallaskrúfa á að vera. Pallaskrúfurnar frá StikxPRO eru sjálfborandi sem þýðir að ekki þarf að bora fyrir skrúfunni. Einnig er skeri við oddinn sem dregur úr líkum á því að timbrið klofni þegar skrúfað er í það. Skrúfgangurinn er grófur, sem þýðir að skrúfan skrúfast hraðar í. Fyrir ofan skrúfganginn eru "milling ribs" sem búa til smá bil í timbrið þannig að skrúfan eigi auðveldara með að draga timbrið að. Þetta þýðir minna átak þarf til að festa borðið og það þýðir að rafhlaðan í skrúfvélinni endist lengur. Skrúfan er undirsinkuð og með úrsnara. Þannig eru rillur undir hausnum sem "fræsa" úr sæti fyrir skrúfuna. Þetta þýðir að minni hætta er á að það flísist úr pallefninu og að það klofni þegar skrúfan er hert. Að lokum þá er sætið fyrir torx bitann djúpt. Þetta þýðir að torx bitinn situr betur þegar verið er að skrúfa og minni líkur eru á því að bitinn "skrolli" á skrúfunni. Bestur árangur næst ef notaðir eru góðir torx bitar. StixPRO pallaskrúfurnar hjá Múrbúðinni eru úr A4 (SS316) stáli og ryðga því ekki.

Verslaðu hér

  • Múrbúðin ehf 412 2500 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt