Vörumynd

TROTEC SDS HÖGGBORVÉL / Brotvél PRDS 05-230V

Alvöru SDS höggborvél Kraftmikil 620W SDS+ höggborvél frá þýska fyrirtækinu Trotec. Þessi borvél skilar 2,1 joule, sem þýðir kraftmikið högg og hentar hún því fullkomlega þegar þú þarft að bora í stein. Þegar þú hinsvegar borar í ál, stál eða timbur, þá slekkur þú á högginu og PRDS borar gat í þessi efni eins og hún sé að fara í gegnum smjör (að því gefnu að borinn sem þú ert að nota sé góður. ...
Alvöru SDS höggborvél Kraftmikil 620W SDS+ höggborvél frá þýska fyrirtækinu Trotec. Þessi borvél skilar 2,1 joule, sem þýðir kraftmikið högg og hentar hún því fullkomlega þegar þú þarft að bora í stein. Þegar þú hinsvegar borar í ál, stál eða timbur, þá slekkur þú á högginu og PRDS borar gat í þessi efni eins og hún sé að fara í gegnum smjör (að því gefnu að borinn sem þú ert að nota sé góður. Hægt er að nota fleyg með TROTEC SDS höggborvélinn. Létt og meðfærileg borvél með fullt af aukahlutum Trotec PRDS 05-230V höggborvélin vegur aðeins 3 kg og hún kemur í vönduðum kassa. Það er ekkert meira pirrandi en að vera búinn að kaupa nýja höggborvél og þurfa svo strax að fara að kaupa einhverja aukahluti. Það er ekki þannig hjá Trotec, því með hverri borvél fylgir: 1 x Standard patróna svo þú getir líka notað venjulega bora í stað SDS bora 1 x SDS fleygur 3 x SDS borar 1 x dýptar stoppari svo þú borir ekki of djúpt 1 x aukahandfang Tæknilega upplýsingar Spenna: 230V Átakalaus snúningshraði Hraði 1: 0-1.250 / min Hraði 2: 0-6.400 / min Höggþungi: 2,1 Joule Hámarks borun í timbur: 30 mm Hámarks borun í stál: 13 mm Hámarsk borun í steinsteypu: 24 mm Úrval af SDS borum og aukahlutum Þó að það fylgi mikið með Trotec SDS höggborvélinni, þá getur alltaf komið upp sú staða að þig vanti stærri bor eða nýjan fleyg. Hjá Múrbúðinni fæst gott úrval aukahluta fyrir borvélar. Hvort sem þig vantar trébor, stálbor eða bor til að bora í steypu, þá finnur þú það sem þig vantar hjá Múrbúðinni - og að sjálfsögðu er allt á Múrbúðarverði.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt