Vörumynd

ARDAFLEX TURBO HRAÐHARÐNANDI FLÍSALÍM (25KG) (ARDAFLEX SCHNELL)

Ardaflex Turbo (áður: Schnell) hraðlím, er ætlað til límingar á gólf og veggflísum, náttúrustein, panel o.s.fr. Efnið má nota inni sem úti, í votrýmum, undir vatnsyfirborði, á svalir og yfir hitalagnir. Ardaflex Turbo er hraðlím sem er tilbúið til fúgunar og er gönguhæft eftir ca 3klst. Efnisþörf 1,5-3kg á fermeter. Vatnsþörf: 6L í 25 kg poka. Göngufært / fúgun eftir ca 3klst (eftir aðstæðum). Um…
Ardaflex Turbo (áður: Schnell) hraðlím, er ætlað til límingar á gólf og veggflísum, náttúrustein, panel o.s.fr. Efnið má nota inni sem úti, í votrýmum, undir vatnsyfirborði, á svalir og yfir hitalagnir. Ardaflex Turbo er hraðlím sem er tilbúið til fúgunar og er gönguhæft eftir ca 3klst. Efnisþörf 1,5-3kg á fermeter. Vatnsþörf: 6L í 25 kg poka. Göngufært / fúgun eftir ca 3klst (eftir aðstæðum). Umbúðir: 25kg poki. Kostir Mjög stuttur þurktími ( 3 klst ) Lágt króminnihald samkv. TRGS 613 Uppfyllir kröfur C2 samkv. EN 12004-02 Má nota í votrými Má nota yfir gólfhitalagnir Má nota úti (frost og vatnsþolið) Mikill styrkur ( högg og togþol ) Undirbúningur Undirlagið skal vera hreint og laust við lausan múr, sementslamma, raka, fitu og önnur óhreinindi sem komið geta í veg fyrir góða viðloðun. (DIN 18352 kafli 1) Nýsteypt gólf þurfa að hafa náð fullri hörðnun. (ca 48 dagar). Ef undirlag er mjög ójafnt þarf að slétta það, annaðhvort með flotun eða spörtlun. Ef líma þarf á lakkað gólf / veggi, skal slípað yfir með sandpappír og lakkið mattað. Grunnið síðan með Deka akrýl grunni (Ath. best er að fjarlægja alla málningu og líma beint á steyptan flötinn ef því verður við komið). Í votrýmum þarf að kvoða yfir grunninn með rakakvoðu t.d. Murexin Flussigfolie 1KS (dúkur í dós), sjá nánar leiðbeiningar fyrir Murexin Flussigfolie. (Ráðfærið ykkur við sölumenn ef í vafa) Ásetning Blandið 6L af vatni í 25kg poka af flísalími og hrærið vel með hæggengri borvél þar til efnið er kekkjalaust og réttri þjálni er náð. Látið standa í 3- 5mín og hrærið aftur. Notið tenntan flísaspaða til að dreifa efninu. Smyrjið því fyrst á með sléttu hliðinni og skafið síðan til með tenntu hliðinni til að fá rétta dreifingu. Gætið þess að smyrja ekki á of stórann flöt í einu. Ef skán byrjar að myndast á líminu, þarf að skafa það af og leggja nýtt lím. Þrýstið síðan flísinni í límið og nuddið henni vel í til að tryggja að hún fái nægilega góða viðloðun. Athugið reglulega með því að plokka upp nýlagða flís, hvort límið dreifist ekki nægilega vel á bakhliðina. Í sumum tilfellum getur þurft að smyrja lími bæði á undirlag og bakhlið á flís. Eftir að flís er lögð í lím, þá er hægt að laga hana til í 10-15mín(eftir hitast.) eftir það nær flísin ekki fullri viðloðun aftur ef hún er hreyfð. ATH um fúgubreidd og val á tannastærð flísaspaða skal leita upplýsinga hjá sölumönnum flísanna

Verslaðu hér

  • Múrbúðin ehf 412 2500 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt