Vörumynd

PREMIUM PALLAOLÍA CLASSIC - 3L

3L
Premium pallaolía hentar mjög vel til að bera á gagnfúavarið timbur sem og ófúavarið timbur. Eins skilar hún sérstaklega góðum árangri þegar hún er notuð til að fríska uppá sólpalla sem borið hefur verið á áður. Premium pallaolíian ver timbrið fyrir áhrifum sólarljós. Hún er vantsfráhrindandi og kemur í veg fyrir að timbrið í pallinum springi. Eins dregur Premium pallaolía úr vexti óæskilegs gróð…
Premium pallaolía hentar mjög vel til að bera á gagnfúavarið timbur sem og ófúavarið timbur. Eins skilar hún sérstaklega góðum árangri þegar hún er notuð til að fríska uppá sólpalla sem borið hefur verið á áður. Premium pallaolíian ver timbrið fyrir áhrifum sólarljós. Hún er vantsfráhrindandi og kemur í veg fyrir að timbrið í pallinum springi. Eins dregur Premium pallaolía úr vexti óæskilegs gróðurs í timbrinu. Hagmans Premium pallaolían kemur tilbúin til notkunar. Hægt er að fá hana blandaða í mörgum litum. Lituð pallaolía dregur úr líkum á því að timbrið gráni. Notkunarleiðbeiningar: Nýtt gagnfúavarið timbur: Leyfið timbrinu að jafna sig í 1-2 mánuði. Hreinsið útfellingar með stífum bursta og hreinsið allt laust efni af pallinum. Gagnfúavarið timbur sem borið hefur verið á áður: Fjarlægið gráma með stálbursta að sandpappír. Gott er að nota pallahreinsi til að hreinsa pallinn vel áður en Hagmans Premium pallaolían er borin á. Timbrið þarf að vera alveg þurrt og hreint. Fúnað eða myglað timbur þarf að fjarlægja.  Berið Premium pallaolíuna á með pensli, svamipi eða tusku. Olían á að smjúga inn í timbrið án þess að yfirborðslag myndist. Gljáandi blettir á kvistum og olíu sem timbrið drekkur ekki í sig á að þurrka af með tusku (hafa tusku raka af terpentínu). Endurtakið meðferð nokkrum sinnum á ári, sérstaklega fyrir haustið. Muna að bera vel upp á timburenda. Verkfæri skal hreins með terpentínu. Varúð! Tuskur með olíu í geta valdið sjálfsíkveikju og því mikilvægt að hreinsa þær vel eða farga þeim. Tæknilegar upplýsingar: Notkunarsvæði: Úti Þynnist með: Terpentínu Efnisþörf: 4-8m2/L sagað timbur, 7-12m2/L mótað timbur Þurrktími: 48-72 klst (fer eftir hita- og rakastigi) Yfirmálun: 24 klst Vinnsluhitastig: Min +5°C Verkfæri: Pensill, svampur eða tuska

Verslaðu hér

  • Múrbúðin ehf 412 2500 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt