Vörumynd

WEBER MILLIGRÓF MÚRBLANDA (25KG)

Weber
Weber Milligróf múrblanda er alhliða milligróf tilbúin múrblanda sem þarf einungis að blanda með köldu vatni og er þá tilbúin til notkunar. Efnið hentar í alhliða múrviðgerðir úti sem inni, s.s. tröppur, steypta sólbekki, veggi, gólf o.s.fr. Efnisþörf er ca 10 kg á ferm. m.v. 5mm þykkt lag. Þykktarsvið er 2-10mm. Úmbúðir: 25kg poki. Vatnsþörf í 25 kg. poka er ca 3L Notkunarsvið Weber Milligróf mú…
Weber Milligróf múrblanda er alhliða milligróf tilbúin múrblanda sem þarf einungis að blanda með köldu vatni og er þá tilbúin til notkunar. Efnið hentar í alhliða múrviðgerðir úti sem inni, s.s. tröppur, steypta sólbekki, veggi, gólf o.s.fr. Efnisþörf er ca 10 kg á ferm. m.v. 5mm þykkt lag. Þykktarsvið er 2-10mm. Úmbúðir: 25kg poki. Vatnsþörf í 25 kg. poka er ca 3L Notkunarsvið Weber Milligróf múrblanda er alhliða múrblanda sem þarf einungis að blanda með köldu vatni og er þá tilbúin til notkunar. Hentar í allar almennar múrviðgerðir úti sem inni. Eiginleikar Weber Milligróf múrblanda er slitsterkt, sementsbundið steypu og múrviðgerðarefni, með mjög góða viðloðun. Frostþolið og vatnsþétt þegar fullri hörku er náð. Framleitt úr Portlandsementi, ofnþurkuðum kvartssandi 0-2mm ásamt íblöndunnarefnum til að auka viðloðun og vinnslueininleika. Þykktarsvið Á sterkt undirlag, svo sem steinsteypta fleti 2-10mm Undirvinna Viðgerðarflöturinn skal vera hreinn og laus við lausan múr, sementslamma, raka, fitu og önnur óhreinindi sem komið geta í veg fyrir góða viðloðun. Ef skemmdin nær inn í járn skal fjarlægja alla lausa steypu frá járninu og hreinsa járnið með vírbursta eða slípirokk. Berið síðan á járnið Murexin Repol BS7 , sem er sementsbundið ryðvarnarefni Grunnur Bleyta þarf undirlagið fyrir lögn. Mjög rakadrægt undirlag þarf að bleyta vel daginn áður. Í mjög erfiðum aðstæðum er gott að bleyta fyrst undirlagið, hræra síðan saman slamma úr vatni og milligrófri múrblöndu og kústa því á flötinn. Blöndun og lögn Setjið 1 poka af milligrófri múrblöndu (25kg) út í 3L af vatni. Hrærið vel með hæggengri borvél í 2-3 mín eða þar til blandan er orðin kekkjalaus. Kastið eða dragið efnið á flötinn. Réttið af með réttskeið eða hallamáli, og pússið efnið til að fá endalegt yfirborð. Hitastig verður að vera minnst 5°C í 12 tíma eftir notkun. Ef hætta er á að efnið þorni of hratt, þarf að verja það með því að væta svæðið eða breiða plast yfir það í 5- 7daga eftir lögn. Við eigum til úrval múrefna –  Sjáðu hér Þú færð gæða múrvörur í Múrbúðinni

Verslaðu hér

  • Múrbúðin ehf 412 2500 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt