Vörumynd

Diagel fyrir hunda og ketti 10g bréf

Stemmandi bætiefni fyrir hunda og ketti þegar hægðatregða eða niðurgangur gera vart við sig. Inniheldur vítamín, steinefni, meltanleg kolvetni og trefjar.

Diagel er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi.

Ávinningur af notkun Diagel:

  • Endurnýjar rafvakaforða (elektrólýta) og glúkósa
  • Styður við vatnsbúskap og endurnýjun vökvaforða
  • Myndar gel/hlaup í …

Stemmandi bætiefni fyrir hunda og ketti þegar hægðatregða eða niðurgangur gera vart við sig. Inniheldur vítamín, steinefni, meltanleg kolvetni og trefjar.

Diagel er framleitt af Mervue Laboratories á Írlandi.

Ávinningur af notkun Diagel:

  • Endurnýjar rafvakaforða (elektrólýta) og glúkósa
  • Styður við vatnsbúskap og endurnýjun vökvaforða
  • Myndar gel/hlaup í þörmum. Þetta mýkir magainnihaldið þegar um hægðatregðu er að ræða
  • Ver skaddaða magaslímhimnu
  • Bindur óæskilegar örverur, toxín o.fl. og flytur þau brott með hægðum

Fóðrunarleiðbeiningar:

Gefa má Diagel með fóðri eða uppleyst í volgu vatni (10g Diagel í 125ml volgt vatn) Dreifa má Diagel yfir blautfóður. Ef gefið er þurrfóður má leysa Diagel upp í volgu vatni og hella yfir fóðrið.

Daglegur skammtur:

  • Kettlingar 1-2kg: 1/2 poki (5g)
  • Kettir undir 5kg: 1 poki (10g)
  • Hvolpar undir 2kg: 1/2 poki (5g)
  • Hundar 5 - 10kg: 2 pokar (20g)
  • Hundar 10 - 20kg: 4 pokar (40g)

Ath! Notið Diagel ekki fyrir hvolpa og kettlinga undir 12 vikna aldri nema í samráði við dýralækni.

Ath! Þegar Diagel er notað skal dýrið ávallt hafa aðgang að fersku drykkjarvatni.

Innihald: Psyllium Husk, einhýdrataður þrúgusykur (Dextrose Monohydrate), natríumbíkarbónat (Sodium Bicarbonate), natríumklóríð (Sodium Chloride), kalíumklóríð (Potassium Chloride), magnesíumhýdroxíð (Magnesium Hydroxide).

Sölueining: 1 poki sem inniheldur 10 gr.

Geymsla: Geymið á köldum og þurrum stað við hitastig undir 25°C og ekki í beinu sólarljósi.

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.