Vörumynd

Evolva 123 SL barnabílstóll Blár

Hópur 1/2/3 (9 – 36 kg | 1 árs – 12 ára) Háþróaðir eiginleikar og sveigjanleiki EVOLVA bílstólarnir hafa notið hylli foreldra í meira en 10 ár. Nýjasta viðbótin – EVOLVA 1-2-3 SL SICT, býður upp á mikið öryggi og fallegt útlit. Betrumbætt hliðarhöggvörn (SICT) dregur umtalsvert úr höggi frá árekstri á hlið bíls, og Soft-Latch ISOFIX festingar tengja stólinn tryggilega beint við bílsætið. Hentar f…
Hópur 1/2/3 (9 – 36 kg | 1 árs – 12 ára) Háþróaðir eiginleikar og sveigjanleiki EVOLVA bílstólarnir hafa notið hylli foreldra í meira en 10 ár. Nýjasta viðbótin – EVOLVA 1-2-3 SL SICT, býður upp á mikið öryggi og fallegt útlit. Betrumbætt hliðarhöggvörn (SICT) dregur umtalsvert úr höggi frá árekstri á hlið bíls, og Soft-Latch ISOFIX festingar tengja stólinn tryggilega beint við bílsætið. Hentar fyrir börn frá 9 til 36 kg og má festa í flesta bíla – með eða án ISOFIX. HELSTU ATRIÐI Nýr EVOLVA stóll – sá besti til þessa Áralangar rannsóknir og prófanir hafa gert EVOLVA stólana afar vinsæla meðal foreldra í meira en 10 ár. Nýi EVOLVA 1-2-3 SL SICT stóllinn er búinn Soft-Latch ISOFIX festingakerfi sem tengir bílstólinn afar tryggilega beint við sæti bílsins. Í honum er einnig (SICT) árekstravörn sem dregur mjög úr höggum vegna árekstra frá hlið. Ný hönnun áklæðis gefur fallegt útlit, og mjúkt efni í höfuð- og brjóstpúðum veitir barninu hámarksþægindi. Allt þetta tryggir börnunum þægindi og öryggi í mörg ár. Hentar börnum frá 9 til 36 kg EVOLVA 1-2-3 SL SICT er framvísandi barnabílstóll sem vex með börnunum, þar sem hann má nota fyrir börn frá 9 til 36 kg að þyngd. Þess vegna vex barnið ekki upp úr stólnum. Auðvelt er að skipta frá stólbeltinu, (upp í 18 kg) yfir í 3ja punkta sætisbelti bílsins (upp í 36 kg) til að tryggja öryggins barnsins í stólnum. Athugið samt að lögin á Íslandi segja að börn skuli vera bakvísandi til 1 árs aldurs. Sveigjanleg notkun í flestum bílum Flestir hafa einhvern tíma lent í að þurfa að flytja barnabílstól milli bíla. Það er afar auðvelt með EVOLVA 1-2-3 SL SICT. Stóllinn er léttur og hann má festa tryggilega í flesta bíla, annaðhvort með ISOFIX og 3ja punkta sætisbelti, eða með 3ja punkta sætisbeltinu eingöngu. Báðir valkostirnir, ásamt hliðarhöggvörninni, bjóða upp á þann sveigjanleika og öryggi, sem fjölskyldur á ferðalögum krefjast. HELSTU EIGINLEIKAR Háþróuð Side Impact Cushion Technology (SICT) Nýjasta útgáfa okkar af SICT veitir frábæra vörn gegn hliðarhöggum í 2 þrepum. SICT ýtir barninu frá höggstefnunni, aflagast síðan og dregur í sig orku höggsins. Til að ná fram hámarksvörn, stillið SICT á þeirri hlið stólsins sem næst er dyrum bílsins. CLICK & SAFE® festingar með hljóðmerki Alkunna er, að erfitt getur reynst að hitta á hæfilega strekkingu á beltum barnabílstóla. Við höfum því þróað CLICK & SAFE® ,búnaðinn sem gefur merki þegar barnið er rétt fest í stólinn. Þegar togað er í stilliólina, heyrist smellur þegar hæfilegri strekkingu er náð. Samþætting eiginleika veitir aukna vernd Eiginleikar stólsins vernda barnið á 3 vegu: Ytra byrði stólsins hlífir barninu frá höfði til mjaðma, sérstaklega við hliðarhögg, efri og neðri beltaleiðarar tryggja rétta staðsetningu beltanna, og bólstraður höfuðpúði verndar höfuð og háls barnsins. Öflugir brjóstpúðar Brjóstpúðar stólsins veita þægindi og draga úr framhreyfingu barnsins við árekstur framanfrá. Þeir vernda viðkvæman háls þess, með því að dreifa jafnar átakinu sem verður til við slíkan árekstur, á brjóst og axlir. Hallandi stilling fyrir alla aldurshópa Afturhallandi stillingin veitir barninu þægilega svefnstellingu. Stillið stólinn áður en hann er festur í bílinn. Auðstillanlegur höfuðpúði Höfuðpúðinn var sérstaklega hannaður fyrir eldri börn, þegar 3ja punkta sætisbeltið er notað til að festa stólinn í bílinn. Auðvelt er að stilla höfuðpúðann í rétta stöðu með annarri hendi, rétt yfir axlahæð barnsins, jafnvel þótt barnið sitji í stólnum. 5-punkta belti Það er sannfæring okkar að 5-punkta belti séu öruggasta festingin fyrir börn í bílsætum, þar sem þau halda börnunum kyrrum og öruggum innan ytra byrðis barnastólsins. Við árekstur dreifir beltið orkunni á 5 staði, tvo við axlir, tvo við mjaðmir, og einn við festingu milli fóta. Þetta eykur öryggi barnsins gagnvart árekstrum úr öllum áttum. Auðstillanleg belti og höfuðpúði Bólstraða höfuðpúðann og beltið má auðveldlega stilla með annarri hendi, þannig að hæfi hæð barnsins. Áður en stóllinn er festur í bílinn, ætti að tryggja að höfuðpúði sé í réttri stöðu – rétt yfir axlahæð barnsins. Áklæði sem auðvelt er að losa Drykkir geta hellst niður og börn orðið bílveik á ferðalögum. Þess vegna er áklæði stólsins hannað þannig að það má fjarlægja á fljótlegan hátt, án þess að losa öryggisbeltið, og þvo það í þvottavél. YTRI MÁL Þyngd: 8,6 kg Stærð: H 61 – 72 cm x B 51 cm x D 48 cm LEIÐBEININGAR Britax leggur áherslu á mikilvægi þess að bílstólum sé komið fyrir á réttan máta og samkvæmt leiðbeiningum, til þess að öryggisbúnaðurinn nýtist til hlítar. https://youtu.be/VXwt3GgeuhU https://youtu.be/Kx-FavPHulw

Verslaðu hér

  • AB varahlutir
    AB varahlutir ehf 567 6020 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.