Vörumynd

Agricola

Rómverski sagnaritarinn Tacitus var uppi á fyrstu og annarri öld eftir Krist og eru bækur hans ein merkasta heimildin um ýmsa atburði þess tímabils.

Verkið er að nafninu til ævisaga Júlíusar Agricola, tengdaföður Tacitusar og herforingja í stríðsrekstri Rómverja á Bretlandseyjum. Veigamest er þó í raun frásögnin af hernáminu og lýsing á staðháttum og íbúum Bretlands á fyrstu öld, sem...

Rómverski sagnaritarinn Tacitus var uppi á fyrstu og annarri öld eftir Krist og eru bækur hans ein merkasta heimildin um ýmsa atburði þess tímabils.

Verkið er að nafninu til ævisaga Júlíusar Agricola, tengdaföður Tacitusar og herforingja í stríðsrekstri Rómverja á Bretlandseyjum. Veigamest er þó í raun frásögnin af hernáminu og lýsing á staðháttum og íbúum Bretlands á fyrstu öld, sem verkið er ein ítarlegasta heimildin um, en undirtónn þess er gagnrýni á ofríki keisarans Dómitíanusar.

Þessu sígilda verki rómverskra fræðibókmennta fylgir í þessari útgáfu fróðlegur inngangur þar sem samskiptum breskra Kelta við heimsveldið eru gerð greinargóð skil og rit Tacitusar kynnt og skýrt.

Verslaðu hér

  • Forlagið
    Forlagið bókaútgáfa 575 5600 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt